Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1937, Side 42

Eimreiðin - 01.04.1937, Side 42
162 ÞAÐ, SEM HREIF EIMREIÐIS einhver kæmi lengra að, hélt fólkið. Einhver skólagenginn, einhver, sem bæri höfuð og herðar yfir alþýðuna, úr Ivenn- araskólanum til dæmis. Svo stungu menn saman nefbrodd- unum og skríktu sín á milli dálítið illkvitnislega. Ég fann að unga fólkinu var dálítið i nöp við mig, sumu. Stúlkunum af því þær höfðu stungið það út, að mér leizt betur á Re- bekku en þær. Þær hafa líklega haldið, að ég væri töluverð persóna. Og strákunum var lítið um mig, af því að Rebekka leit meira á mig en þá. Ég var kominn fyrir stundu og seztur inn. Fyrst sá ég hara oddvitann, virðulegan gráskegg. Við töluðum um ær og pólitik. Það tók að skyggja. Bóndinn yfirgaf mig og fór til kinda sinna. Eftir 10 mínútur opnaðist hurðin. Rebekka stóð í dyr- unum, liávaxin og þrekleg, með gular hárfléttur, aðra í fyrir, hin Iá aftur yfir öxlina. — Og þú ert látinn silja hér aleinn i myrkrinu, sagði hún og tók ofan lampa með stórum kúpli, rétti mér samt hönd- ina fyrst. — Ojá, segi ég, en mér sýnist að það ætli ekki að verða sérlega lengi. Það var eins og það birti strax til, þegar hurðin opnaðist, eins og sæi svolítið til sólar, Rebekka. Hún anzaði ekki þessum gullhömrum, en kveikti á lamp- anum. Þetta var á sunnudegi. Rebekka var í rauðum llauelskjól með gullúr á úlnliðnum. Hún leit á mig. Augun stálgrá, stór og djörf. Hún segir: — Nú kem ég með mat eða kaíTi. Hvort á það nú heldur að vera? — Katfi. Og liún sækir kall'ið. Ég er að lesa í Timanum, þegar hún kemur, lít upp úr blaðinu og mæti augum liennar. Svo lagði ég frá mér blaðið og sagði eins og við sjálfan mig: — Stálgrá! — Hvað? Hver þá? Hún eins og dró seim. IJað var eins og ertni, eins og ögrun í röddinni. Ég fann, að liún var fljót að skilja. Svo ég bara hló svolítið. Hún brosti líka og leit á mig. Gott. Eg fann að ég var i náðinni. — Eg drakk svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.