Eimreiðin - 01.04.1937, Page 42
162
ÞAÐ, SEM HREIF
EIMREIÐIS
einhver kæmi lengra að, hélt fólkið. Einhver skólagenginn,
einhver, sem bæri höfuð og herðar yfir alþýðuna, úr Ivenn-
araskólanum til dæmis. Svo stungu menn saman nefbrodd-
unum og skríktu sín á milli dálítið illkvitnislega. Ég fann
að unga fólkinu var dálítið i nöp við mig, sumu. Stúlkunum
af því þær höfðu stungið það út, að mér leizt betur á Re-
bekku en þær. Þær hafa líklega haldið, að ég væri töluverð
persóna. Og strákunum var lítið um mig, af því að Rebekka
leit meira á mig en þá.
Ég var kominn fyrir stundu og seztur inn. Fyrst sá ég hara
oddvitann, virðulegan gráskegg. Við töluðum um ær og pólitik.
Það tók að skyggja. Bóndinn yfirgaf mig og fór til kinda
sinna. Eftir 10 mínútur opnaðist hurðin. Rebekka stóð í dyr-
unum, liávaxin og þrekleg, með gular hárfléttur, aðra í fyrir,
hin Iá aftur yfir öxlina.
— Og þú ert látinn silja hér aleinn i myrkrinu, sagði hún
og tók ofan lampa með stórum kúpli, rétti mér samt hönd-
ina fyrst.
— Ojá, segi ég, en mér sýnist að það ætli ekki að verða
sérlega lengi. Það var eins og það birti strax til, þegar hurðin
opnaðist, eins og sæi svolítið til sólar, Rebekka.
Hún anzaði ekki þessum gullhömrum, en kveikti á lamp-
anum.
Þetta var á sunnudegi.
Rebekka var í rauðum llauelskjól með gullúr á úlnliðnum.
Hún leit á mig. Augun stálgrá, stór og djörf. Hún segir:
— Nú kem ég með mat eða kaíTi. Hvort á það nú heldur
að vera?
— Katfi.
Og liún sækir kall'ið.
Ég er að lesa í Timanum, þegar hún kemur, lít upp úr
blaðinu og mæti augum liennar. Svo lagði ég frá mér blaðið
og sagði eins og við sjálfan mig:
— Stálgrá!
— Hvað? Hver þá? Hún eins og dró seim. IJað var eins
og ertni, eins og ögrun í röddinni. Ég fann, að liún var fljót
að skilja. Svo ég bara hló svolítið. Hún brosti líka og leit
á mig. Gott. Eg fann að ég var i náðinni. — Eg drakk svo