Eimreiðin - 01.04.1937, Side 85
eimreiðin
NÝIR HEIMAR
205
°g sjálírar kynslóðarinnar fer eftir því, hve mikill er auður
andans. Sé hann enginn, er glötunin vís. Menning nútímans
hefur orðið gjaldþrota, af því að hún hefur ekki ráðið við
hlutvérk sitt: að gera manninn að lierra jarðarinnar, án þess
að hann liði tjón á sálu sinni. Mennirnir hafa tekið náttúru-
öflin í þjónustu sína í eigin liagsmuna skyni. En náttúran
liefur hefnt sín með því, að gera mennina að þrælum. Eins
°g Midas konungur örmagnaðist i sínum eigin gulldyngjum,
þannig örmagnast mannkynið af þorsta eftir andlegum verð-
niætum, sem hvorki vélamenningin né jarðnesk gæði geta
veitt þeim.
Sjálf vísindin eru að gefast upp við að skýrgreina skyn-
neiminn út frá efnislegum forsendum eingöngu. Það er nú
tæpur aldarfjórðungur síðan að sjö ágætustu vísindamenn
hretlands afneituðu efnishyggjunni með opinberum fyrirlestr-
Ula á svonefndri vísindaviku, sem lialdin var í London.
Efnið hefur verið leyst upp í sameindir, frumeindir og raf-
nindir, og rafeindirnar upp í rafmagn eða einhverja aðra óefnis-
kenda orku. Alt efni er hægt að leysa upp í orku. En hvað er
nrkan? Vísindin liafa sýnt, að skynheimurinn stjórnastaf orku.
Sálarfræðingarnir komast ekki lengur hjá að gera ráð fyrir
salarorku, sem opinberist í lífverum skynheimsins. Efnis-
hyggja Haeckels og fylgjenda hans er orðin hræðilega úrelt og
fornfáleg. Á þessa leið komst einn fyrirlesarinn á visindavikunni,
hflræðingurinn W. B. Bottomley, að orði.1) Og nú viðurkenna
v*sindin ekki lengur hin gömlu takmörk milli anda og efnis. Á
arsþingi Vísindafélagsins brezka 1934 sagði Sir James Jeans í
lorsetaræðu sinni, að það væru engin skýr greinarmörk milli
anda og efnis og að vísindin verði að leita veruleikans bak við
skynheiminn. Og í janúar 1935 segir Sir Ambrose Fleming,
oinn af ágætustu vísindamönnum nútímans, í forsetaræðu sinni
i iélagi heimspekinga á Bretlandi, »að mannkynið hljóti að
vera til orðið fyrir sköpunarstarf einhverrar vitrænnar slcap-
andi veru«. Kraftaverk ritningarinnar eru annað og meira en
ióm hjátrú, bætti Sir Fleming við. Upprisa Krists er einn af
hezt vottfestu atburðum mannkynssögunnar, og það er barna-
skapur að halda, að ekkert hafi gerst eða gerist annað en
U Sjá Science ancl Religion by Seven Men of Science, bls. 63.