Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1941, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.07.1941, Blaðsíða 32
256 GÖMUL SAGA eimreiðin Þannig sátu þau langa stund þögul i myrkrinu. — Allt í einu heyrðist fótatak fyrir utan. Það var auðheyrt, að það var einn af bændunum, því þungt var stigið til jarðar. Þá hratt Sigurður svarti konunni frá sér, fleygði sér niður á bálkinn og tók að veina hátt og stynja, eins og hann væri viðþolslaus af kvölum. Hún varð dauðskelkuð og laut ofan að honum- „Hvað er að þér, Sigurður?“ sagði hún með grátstaf í kverk- unum. „Varð þér svona snögglega illt?“ Fótatakið hljóðnaði fyrir utan; maðurinn nam staðar við hurðina, og dimm rödd spurði hvað um væri að vera. „Ó, hann er svo veikur, hann er vist að deyja!“ hrópaði konan, og örvæntingin í rödd hennar var engin uppgerð. Slagbrandarnir voru teknir frá, hurðin opnuð og inn kom þreklegur miðaldra bóndi, með skriðljós í hendi. Hann lokaði á eftir sér og gekk að bálkinum, þar sem Sigurður svarti bylti sér háveinandi, eins og sóttveikur maður með óráði. „Hvað gengur að þér?“ spurði bóndinn allbyrstur. Þegar hann fékk ekki annað svar en andvörp og stunur, laut hann yfir fangann og lýsti í andlit hans. í sama vetfangi gripu járnharðar krumlur Sigurðar svarta fyrir kverkar honum. Hann kom ekki upp nokkru hljóði, þvl á næsta augnabliki var ullarrýju troðið upp í hann, og eftir eina mínútu lá hann á bálkinum, bundinn á höndum og fót- um með hempulinda útilegumannsins. Sigurður svarti tók hönd konu sinnar og leiddi hana út 1 næturmyrkrið. Þau náðu hestum í túnjaðrinum og þeystu af stað til fjalls. í dögun voru þau komin langt inn á öræfi, þar sem eilífir jöklar gnæfa hvitir við bláma himinsins. Þeirra var lengi leitað, en árangurslaust. Það spurðist aldrei til þeirra síðan, og var almennt álitið, að þau hefðu sloppið af landi hurt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.