Eimreiðin - 01.07.1941, Blaðsíða 56
EIMREIÐlH
Pórir Bergsson:
Nokkur kvæði.
[Þóri Bergsson Þarf
ekki að kynna lesendniö
Eimreiðarinnar, svo vin-
sæll sem hann er orSinn
af sögum þeim, sem hun
hefur birt eftir hann-
Hann er þegar orðinn
þjóðkunnur smásagnahöf-
undur undir þessu nafnt
og ég hygg, að eftirfarandi
kvæði sýni ljóslega, a®
bundið mál er honuin
hugþekkt viðfangsefni
engu síður en óbundið-
Nafnið Þórir Bergsson er
að vísu uppliaflega dul-
nefni höfundarins og sið'
an rithöfundarheiti hans>
en ekki eiginnafn. U®
nokkurt skeið hefur þa<"’
þó verið á almannavitorði
liver maðurinn er, enda
opinbert gert við útkoinu
smásagnasafns lians fyrir tveim árum. Og af því að ég veit, að þeir mörgu,
sem kynnst hafa þessum vinsæla höfundi liér í Eimreiðinni, muni gjarnan
vilja sjá framan í hann sjálfan, birtist hér mynd hans, án þess að með Því
sé rofinn sá trúnaður, sem skylt er að sýna höfundum, sem undir dul'
nefni rita. Ritstj.]
Formáli.
Við litlu skáldin hlustum hljóðlát á,
er hetjur andans langspil gullin slá,
og angurblíðir tónar titra þá
í taugum okkar, — sem að erum smá.
Við fyllumst Iotning, fyllumst djúpri þrá
að fljúga einnig háit í loftin blá,