Eimreiðin - 01.10.1943, Qupperneq 31
EIM KEIÐIN
Frœflutningar.
Eins og kunnugt er, berast fræ með ýmsu anóti og festa rætur.
Þau geta borizt með vindi, vatni, fuglum, skordýrum og a
margan annan hátt. Og nýlega er farið að flvtja þau með flug-
vélum, þangað sem þeirra er brýn þörf og gróðursetja þau og
1-ækta ineð skjótari hætti en dæmi eru til áður.
í byrjun yfirstandandi styrjaldar misstu Bandamenn ýmis
héruð, þar sem ræktaðar voru nytjajurtir, lítt eða ekki fáan-
Jegar annars staðar. Úr þessu varð að bæta bæði skjótlega og
vel. Að nokkru leyti hefur þetta tekizt.
Kinín er eitt með nauðsynlegustu læknislyfjum, sem til eru,
°g er unnið úr trjátegund einni, sem er ræktuð á Java. Þegar
Japanar lögðu undir sig eyland þetta, náðu þeir kíninræktmm
Uni leið úr höndum Hollendinga. En það tókst að smygla trja-
íl-æi frá Java og flytja í flugvél til Puerto Rico og annarra landa
1 Mið-Ameríkii, og i þessum brunabeltislöndum \ estui álfunn
ar er nú kininræktin að komast í ágætt horf. Á saina hátt hefur
tekizt að flytja með flugvélum fræ hampjurtarinnar frá Mal-
ajalöndum og rækta af þvi um 20 000 ekrur lands í Mið-Amer-
'ku, svo að hinn heimsfrægi Manilahampur er nú Iramleiddur
Þar i stórum stíl. Fræ Hevea-togleðursplöntunnar hefur verið
flutt loftleiðis frá Sumatra til Indlands, akörnin af korkeikinni
ll1 Kaliforniu og fræ tekkviðarins i Burma og Síam þaðan og til
staða, þar sem hægt er að rækta þessa nauðsvnlegu viðarteg-
1111(1 til hagsbóta fyrir Bandamenn.
Eu merkilegustu og mikilvægustu fræflutningarnir, siðaa
styrjöldin hófst, eru þó að likindum flutningarnir á fræi tog-
teðursrikra jurta af körfublómaættinni. Togleðursskorts verð-
lu' nú mjög vart eftir að Japanir náðu Austur-Indíum á sitt
'ald, enda þótt framleiðsla gervitogleðurs liafi aukizt mjög. l il
læss að bæta úr þessum skorti, hefur fræ rússneskra togleð-
Ulsrikra jurta af körfublómaættinni verið flutt loftleiðis fia
ýmsum héruðum Sovét-Rússlands til annarra landa Banda-
manna og gróðursett þar, víða með góðum árangri. Hafa þess-