Eimreiðin - 01.10.1943, Page 33
eimreiðin
Er styrkjastefnan til frambúðar?
Eftir Ólaf Björnsson.
Undanfarna mannsaldra hafa tvenns konar stefnur verið efst
ú baugi, að því er snertir skipan atvinnulífsstarfseminnar. Ann-
ars vegar er hin frjálslynda viðskiptastefna eða liberalisminn
svokallaði, en hins vegar er sósíalisminn eða þjóðnýtingar-
stefnan. Samkvæmt kenningum hinnar fyrrnefndu stefnu er
einkarekstur atvinnufyrirtækjanna, er grundvallast á eignar-
''étti einstaklinganna á framleiðslutækjunum, hið hepppileg-
asta fyrirkomulag atvinnulífsstarfseminnar, en samkvæmt
kenningum sósíalista á hið opinbera að eiga framleiðslutækin
°S taka ákvarðanir um notkun þeirra. í þjóðfélagi, sem byggir
:i einstaldingseignafrétti og einkarelcstri, verður peningaágóð-
in'i leiðarstjarna framleiðslunnar, þannig, að hver einstakur
framleiðandi leitast við að framleiða þær vörur, er hann álítur
ágóðavænlegast að framleiða. 1 þjóðfélagi, þar sem opinher
i'ekstur er ríkjandi, verður það hins vegar mat þeirra embættis-
nianna, er framleiðslunni stjórna, á milcilvægi hinna ýmsu
Þarfa borgaranna, sem sker úr um það, á hvern hátt fiam-
leiðslutækin skuli notuð i þágu fullnægingar þarfanna.
í hinu fyrrnefnda dæmi verða það einstaklingarnir, sem heia
áhættu atvinnurekstursins og hljóta hins vegar ágóðann, en i
hinu síðarnefnda hvílir ábyrgðin i þessu efni á þeim, er stjóina
’ekstri þjóðarbúsins i heild.
Hér skal það mál ekki rætt nánar, hvort fyrirkomulagið,
einkarekstur eða þjóðnýting, sé heppilegra, enda hljóta póli-
iiskar skoðanir einstaklinga að ráða allmiklu um það, hveijum
auSnm þeir lita á það mál. Höfundur þessarar greinar hefur þó
haldið því fram m. a. í grein, er birzt hefur i þessu timariti, að
aiSer þjóðnýting framleiðslutælcjanna sé ekki framlcvæmanleg
iiðruvísi en undir pólitísku einræði. Hvort einhver frambæri-
rök finnast gegn þessari slcoðun, skal ég láta ósagt um, en
l)au hafa að minnsta kosti ekki komið fram i þeim umræðum,
sem orðið hafa um mál þetta hér á landi. Hins vegar skal þvi
20