Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1943, Side 42

Eimreiðin - 01.10.1943, Side 42
314 FÁGÆTAR ÍSLEXZKAH BÆKUR EIMBEIÐIN var prenlnð fyrst að Hólum 1665, og var það hin fyrsta megin- postilla, og voru helgidagalestrar þar svipað eins langir og í Vídalínspostillu. Af Gíslapostillu komu út 4 útgáfur af fyrri hluta og þrjár af öðrum hluta hennar. Þá tók við af henni Vídalínspostilla, prentuð árin 1718 og 1720. Af henni haía komið lit 12 útgáfur, þótt 13. útgáfa standi á siðustu útgáfu 1838, og þó reyndar aldrei nema 11 af síðari hluta hennar. Rostocksjrostilla, þýdd, kom út 1739, en mun litið hafa verið notuð lil lestrar. •Ýmsar hugvekjur voru pr'entaðar, en Gerhards-hugvekj- ur munu hafa verið í mestu afhaldi á 17. og fram eflir 18. öld. Voru þær prentaðar hér 9 sinnum, og út af þeim orti séra Sigurður í Hrepphólum hugvekjusálma, og voru þeir prentaðir 12 sinnum alls. Einnig voru um þessar mundir prentaðar margar bænabækur. Ekki má gleyma Dominicai- inu, handbók presta, sem var oft gefin út á þessu tímabili. fyrst prentuð 1555. Ég verð að minnast á barnalærdóms- kverin. Fyrst framan al' voru það fræðin ein (byrjuðu á sign- ingu og faðirvori) og bænir á eftir fræðunum, kvöld- og morg- unbænir, borðhænir og ýmsar fleiri bænir. Catechismus var fyrst prentaður árið 1562. Þegar Jón Árnason var Skálholts- biskup, samdi hann alhnikið barnaspurningakver, var það kallað Jónsspurningar og kom út eitthvað 5 sinnum frá 1722 lil 1739 eða ’41. Þegar Halldór Brynjólfsson beið eftir biskups- vígslu í Kaupm.höfn, þýddi hann barnalærdómskver eftir Pont- oppidan Björgvinjarbiskup, og var það prentað í Kaupmanna- höfn 1741, en þýðing sú þót’ti röng, og var þaö kallað rangi Ponti. Þá var það, að séra Högni Sigurðsson, prestafaðir, bætti um þýðingu þessa, og var kver Högna prests aðal- barnalærdómskverið fram um 1800, en langt þótti það, um 200 blaðsíður i 8 blaða broti, og munu færri börn hafa lært það allt. Ponti kom út, styttur af Vigfúsi presti Jónssyni, 1770, en ekki var það kver oftar gefið út. 1796 gaf Magnús Stephensen út í Leirárgörðum Barnalærómsbók Balles Sjá- landsbiskups. Var hún notuð fram um 1870, en 1866 kom út þýðing séra Ólafs Pálssonar af Balslevs kveri. Var það mikhi. styttra en Balle og var kallað „tossakverið". Var það lært fram yfir 1880, en 1877 kom út kver Helga Hálfdánarsonar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.