Eimreiðin - 01.10.1943, Blaðsíða 58
330
í ROFUM
EIMREIÐIN
Um glólokkuðu börnin sín hún strýkur mildri mund,
frá morgunsári að dagslokum er hafa setið fé,
— þau hlupu kannske í berjamóinn aðeins stund og stund
og stálust inn í gljúfrið að skoða reynitré,
sem batt þar sínar rætur við bjarg, svo örlög köld
það brytu síður niður í mylsnu og fúasprek,
sem ríkir þar nú einstæðingur enn þá — í kvöld —
sem ættstofnanna táknræni um seiglu og viðnámsþrek. —
Og bóndi kemur hljóðlátur með hönd á skjaldarrönd
og hengir upp á vegginn; til rekkju sinnar snýr,
í svip hans er ein rúnaskrift um sigling strönd frá strönd,
um svaðilför í hafi — eitt landnáms ævintýr;
frá augans bláma tindrandi útþrár neistinn skín,
með annarlegu bliki. — En svo er þegar nótt,
og þá er rétt að hverfa á bak við lokrekkjunnar lín,
því lífsstarfið að morgni, það heimtar nýjan þrótt. —
Og leysinginn fer þykkri hönd um hrjúfan urðarstein;
hann hafði forðum lagt hann í beinan veggjargrunn;
— jú, þarna liggja hellurnar í röðum — ein og ein —
hve örðug var sú stóra, en hin svo létt og þunn;
en upp af þessum hleðslum reis fyrsta frelsið hans,
og fyrir þessi steintök hann vann sér ævilausn
— því mannfrelsið var sefnumið og hugsjón húsbóndans,
í hverri landnáms för hans var andleg sjón og' raun. —■
Og' stjörnulýsan sindrar frjálst um setpallinn þann,
sem setinn er að leynimálum karldyrum næst;
þar fitla hugans launeldar við unga mey og mann
sem morgunljós við blómin, er vorsól gengur hæst;
og' blóðið rís í öldum um barm og rjóða kinn,