Eimreiðin - 01.10.1943, Page 66
338
FÓRNIR OG FÓRNARSIÐIR
EIMREIÐIN
hugmyridin finrist hjá Inkunum í Peru. Þeir fórnuðu sól-
guðnum drykkjarföngum og álitu, að hann drykki þau, er
Jiau hurfu smált og smátt, gufuðu upp.
Indíánarnár við vötnin í Norður-Ameríku fórna stundum
hundi á likan liátt og Hannibal fórnaði Poseidon dýrum, með
því að fleygja honum fyrir borð, til þess að fá kyrrt veður,
og jarðarguðnum'fórna þeir með því að grafa fórnina i jörð
niður.
Alsiða er það líka, að fórnirnar séu fram bornar helgum
dýrum til handa, sem þá eru imynd guðdómsins eða aðsetur
hans. Helg dýr eru víða í trúarbrögðum, svo sem fuglar (sól-
fuglarnir á Florida), höggormar, hákarlar, kýr, krókódílar
o. s. frv. Hin helgu dýr éta matfórnirnar, sem þeim eru bornar,
eins og þau væru guðdómurinn sjálfur.
En það er aðeins á mjög ófullkomnu trúarstigi, að gert er
ráð fyrir, að guðdómurinn neyti fórnarfæðunnar. Með ísraels-
mönnum átti t. d. að fórna guðdóminum blóðinu úr fórnar-
dýrinu. Því átli að rjóða á altari Jahve, en kjötið var liánda
fólkinu. Vissum hlutum fórnardýrsins skyldi þó brennt á alt-
arinu, til þægilegs ilms fyrir Jahve.1)
Á jiessu siðara trúarstigi er sú hugmynd komin inn í fórn-
ina, að guðdómurinn þurfi ekki sjálfrar fæðunnar, Jiar sem
hann sé andlegs eðlis, en það er reykurinn af fórninni, sem
kemur guðdóminum til góða. Reykurinn er loftkenndur, sama
eðlis eins og guðdómurinn. Frá Jiessari hugmynd stafa reyk-
elsisfórriirnar, sem enn Jiá eimir töluvert eftir af við helg1'
athafnir kristinna manna, einkum kaþólskra. Meðal ýmissá
Indiánakynkvísla í Norður-Ameríku er Jiað venja að fórna
guðunum tóbaksreyk. Þegar Osages-Indiánunum í Nehraska
þykir mikils við þurfa, taka þeir að reykja úr pipum sínum
og biðja um leið eitlhvað á Jjessa leið: „Mikli andi! Stíg l)l1
niður lil vor, og reyktu oss til samlætis. Elds- og jarðarandar-
Reykið með oss, og hjálpið oss að sigrast á óvinum vorum
Það er sama huginyndin, sem liggur á bak við Jiessa athöfn.
eins og lýst er í II. Mós. XXX, 34—38, III. Mós. X, 1, XVI, 1‘2
og víðar í Gamla-testamentinu.
I) Levit. I., Deuteron. XII, 23.