Eimreiðin - 01.10.1943, Page 76
348
LÁGMARKSKR.4FAN TIL LÍFSINS
EIMREIÐIN
við sig. Það var svo heitt i veðri, og skinnkápa, hversu gljá-
svört, mjúk og voðfelld sem var, kom eitthvað svo óþægilega
við hugann hér i allri mollunni.
Þær gengu áfram þegjandi um hríð. Þá varð Möggu litið í
búðarglugga. Ivaldir, glitrandi gripir ljómuðu þar á dökkum,
dúnmjúkum fleti.
„Nei annars,“ sagði Magga, „ég tek þetta aftur Ég vil ekki.
að fyrsti hluturinn sé minkaskinnkápa. Veiztu, hvað ég vil! Ég
ætla að fá mér perluhálsfesti úr egta perlum.“
Anna horfði i sömu átt og Magga. „Já,“ 'sagði hún hægt, „ég
hygg, að þetta sé góð lmgmynd — og viturleg líka, því þú getur
borið perlur við hvaða búning sem er.“
Þær gengu saman yfir að búðarglugganum og þrýstu sér upp
að rúðunni. í glugganum var aðeins eitt djásn: tvöfökl keðja
af stórum, jöfnum perlum, og keðjan greypt saman, utan urn
litinn Ijósrauðan flauels-háls, með djúpglitrandi gimsteini.
„Hvað heldurðu, að þetta kosti?“ sagði Anna.
„Jah-h, ég veit ekki,“ sagði Magga, „en mikið, býst ég við“.
„Líklega eina þúsund dollara,“ sagði Anna.
„O, meira, býst ég við,“ sagði Magga, „vegna gimsteinsins“.
„Ætli ekki tíu þúsund dollara?“ sagði Anna.
„Svei mér, ef mig langar til að vita það,“ sagði Magga.
Anna iðaði í skinninu. „Þorirðu að lara inn og spyrja u.m
verðið?“ sagði hún.
„Hvort ég þori!“ sagði Magga.
„Þorirðu?" sagði Anna.
„Hvaða vitleysa! Svona búð er ekki opin i kvöld,“ sagðí
Magga.
„Jú, víst er hún það. Það kom fólk út úr henni áðan. Og
þarna er dyravörður. Þorirðu?" sagði Anna.
„Jæja,“ sagði Magga, „en þú verður að koma líka“.
Dyravörðurinn hlaut náðarsamlega og kuldalega þökk fyru’
að vísa þeim veginn. Inni var svalt og kyrrt, stór, rúmgóðiu’
salur, veggir lagðir dýrum viði og mjúk ábreiða á gólfi. En
stúlkurnar voru súrar á svip, eins og þær stæðu í gripastui-
Grannur, strokinn starfsmaður kom á móti þeim og hneigöi
sig djúpt. Andlit hans, hlð slétla og fágaða, sýndi engin merki
undrunar yfir komu þeirra.