Eimreiðin - 01.07.1948, Page 24
184
GYÐINGÁR, ARABAR OG PALESTlNA EIMREIÐIN
en þó ekki þær, sem bjuggu næst Aröbum. Þess vegna varð
arabiskan talmál þeirra þjóða, sem byggðu Irak, Sýrland og mefft
alla Norður-Afríku. Ýmsir smáþjóðflokkar í Mið-Afríku, Austur-
Afríku, Norðvestur-Indlandi og raunar víðar, tóku upp arabisku.
Um langt skeið varð arabiskan þannig heimsmál, og frá þeim
tíma eru hinar miklu klassisku arabisku bókmenntir, enda voru
hin arabisku lönd þá höfuðból heimsmenningarinnar.
Nú er þetta allt breytt. Eftir að Ameríka fannst og sjóleiðin
til Indlands, þá varð Miðjarðarhafið að afskekktum stöðupolli,
verzlunarleiðirnar lögðust þar niður, og velmegun og menning
þvarr í hinum arabisku löndum. Svo mjög hnignaði þessum
löndum, að flest þeirra glötuðu sjálfstæði sínu og eru nú ekki
annað en skuggi af því, sem þau voru á miðöldunum. Eftir 1918
urðu þau, sem áður höfðu lotið Tyrkjum, aftur að sjálfstæðum
ríkjum, að minnsta kosti að nafninu til. Á þann hátt risu upp
konungsríkin Egvptaland, Irak, Transjórdanía og lýðveldin
Sýrland og Líbanon, sem um skeið voru þó undir frönskum
yfirráðum. Ibn Saud tókst að sameina meiri hluta Arabíuskaga
í eitt konungsríki, nema suð-vesturhorn skagans, sem enn er
sérstakt ríki, stórfurstadæmið Jemen. Öll þessi ríki liafa verið
meira eða minna háð Englendingum og eru það enn í dag. Hiu
svokallaða stór-arabiska hreyfing, sem liefur það að takmarki að
sameina öll þessi lönd í eitt ríki, liefur engu fengið áorkað, sem
ekki er von, því þessi lönd byggja margar þjóðir, eins og áður
er sagt. Klassiska arabiskan svokallaða er að vísu ennþá ritmál
hinna æðri stétta og klerkanna í öllum þessum löndum, en
talmálin eru ólík henni og ólík iimbyrðis. Öflug hreyfing er 1
öllum þessum löndum, að leggja niður klassisku arabiskuna sero
ritmál og fara að rita í staðinn á þjóðtungunum. Minnir þetta
mjög á ástandið í hinum rómönsku löndum Evrópu, á mið-
öldunum, þegar þjóðtungurnar voru að ryðja latínunni á burt.
íbúar Arabíuskagans, Saud-Arabar og Jemenítar, eru líka álíka
frábrugðnir hver öðrum eins og Spánverjar og Portúgalsmenn,
og Iraksbúar, Egyptar og Sýrlendingar eru álíka frábrugðnir þeim
eins og ítalir og Frakkar íbúum Pýreneaskagans. Meiri verður
munurinn þegar dregur vestur í Norður-Afríku. íbúar hinna
frönsku Atlaslanda eru allfrábrugnir öðrum arabiskum þjóðum.
Háfjallabúarnir mæla ennþá á ttmgu Berba, að minnsta kosti