Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 38
198
VEGANESTIÐ
EIMREIÐIN
hafði sofnað — standandi upp við sívala og hála sigluna, runnið
út af henni og skollið eins og drumbur á þilfarið. Þegar hann
var kominn á linén, fór hann ekki lengra að sinni, en seildist
eftir hakkanum og tók að tína upp blautfiskinn, sumt upp í sig,
sumt í bakkann. Og svona liélt hann áfram, unz liann náði ekki
meiru með fingrunum. Svo sótti hann kartöflurnar yfir að öldu-
stokknum — til lilés, en sumar þeirra voru klíndar slori og fisk-
blóði. Þeim verst leiknu henti liann, en maulaði liinar — eða
lét þær í bakkann, þerraði fyrst af þeim á buxunum sínum, sem
stóðu einsamlar af seltu og storknuðu fiskblóði. Um leið og liann
staulaðist á fætur, tautaði hann:
— Ég segi það bara — ég segi það bara, já! Svo rétti hann
bakkann ofan í liásetaklefann og fór að færinu sínu.
í byrjun morgunvaktarinnar í dag var farið að sigla áleiðis
til lands. Þá virtist Fiski-Gvendur vera orðinn alveg trompaður.
Þar eð alllangt var frá vaðbeygjunni hans að fiskikassanum, hafði
hann kastað næturafla sínum yfir til hlés. Hann fór því og
hugðist eins og aðrir, sem höfðu svipaða aðstöðu — fleygja fiski
sínum í kassann, koma lionum þangað áður en aðgerð liæfist.
Markús veitti því athygli, að eitthvert gauf var á Gvendi, og svo
fór liann þá að gefa honum nánari gætur. Þá sá hann, hvar
fiskikóngurinn þreif stærðar þorsk og þeytti honum fyrir borð:
— Askotann þeir eru að gera með þessa ísmola hér á dekkinu
— ég segi það bara, ég segi það hara, já!
Markús rauk til hans og lirissti liann duglega, virtist helzt
vera reiður:
— Þú ert að kasta út fiskinum, sem guð hefur gefið þer,
bölvaður ei þó Kleppsmaturinn þinn!
Gvendur rak upp á hann augun, skók síðan höfuðið og tautaði:
— Kasta út . . . út . . ! Ég segi það ba-bara! Síðan hnykkti
hann sér til, beygði sig snöggt og tók að fleygja fiskinum upp 1
kassann.
Svo var þá að því komið, að aðgerðin skvhli liefjast. Fiski-
Gvendur var flatningsmaður. Þegar verið var að setja upp flatn-
ingsborðin, tókum við eftir því, að hann var að rölta fram og
aftur með öldustokknum til hlés, skimandi og þuklandi — nicð
flatningshnífinn sinn milli tannanna, — minnti mig á frásagnn