Eimreiðin - 01.07.1948, Side 59
eimreiðin
ÍSLAND 1947
219
skipin eru þó enn ekki fullbyggð og því ekki komin í innflutn-
ingsdálkana.
Gjaldeyrismálin. 1 marzmánuði 1947 urðu bankarnir að
taka upp skömmtun á erlendum gjaldeyri, einkum st.pundum og
dollurum, með því að nú voru inneignirnar erlendis að ganga
til þurrðar og bið einstaka 7 ára nægtatímabil á enda. En þótt
stríðsgróðatíminn hefði mikla eyðslu í för með sér, hafði þjóð-
inni þó á margvíslegan hátt tekizt að bæta hag sinn. Markaðir
böfðu að mestu verið hagstæðir eftir stríðið, svo að verðmæti
útflutningsins átti að geta fxdlnægt öllum skvnsamlegum kröfum.
Það lágu því allar ástæður til þess, að íslenzkur gjaldevrir hefði
getað verið eftirsóttur og í báu gengi, bæði utan lands og innan.
En þetta fór á annan veg. Samtímis því, að nágrannaþjóðir vorar
voru önnum kafnar við að endurreisa liinar föllnu undirstöður
gjaldevris síns, liðaðist grunnurinn sundur undir íslenzku krón-
nnni. Auðvitað var þetta að kenna skorti á heildarstjórn fjár-
málanna. En franska lýðræðið, sem flest blöðin prísa, þekkir
aðeins partasjónarmið, en leyfir ekki ábyrga lxeildarstjórn, hvorki
í fjármálum né öðru. Lýðræðið er sett upp sem tafl, og þess vegna
niá þar ekki vænta stjórnar. — Fjárhagsráð var sett á stofn og
tók til starfa sumarið 1947. Hugmyndin um ,,ökónómí-ráð“ er
erlend og byggist auðvitað á heildarstjórn fjármálanna. En hér
var þetta ráð skipað talsmönnum flokkanna og hlaut því að verða
miður starfliæft. Það gerði þó allmikla takmörkun á innflutn-
ingsleyfum, í því skyni að nauðsynlegar vörur sætu fyrir. —
Geysileg mistök liafa orðið á ráðstöfun stríðsgróðans, er stafa af
því, að í landinu er ekki til nein ábyrg fjármálastjórn. Allt þetta
mikla fé er greitt almenningi, sem að sjálfsögðu reynir að ráðstafa
því eftir eigin geðþótta. En þá gerir ríkisvaldið upptækar 300
millj. kr. af þessu sama fé — sem það á auðvitað ekkert í, en
þjóðbankinn geymir fyrir eigendurna í erlendum inneignum —
kaupir nýsköpunarvörur fyrir það, án þess að liafa tekið til-
svarandi frjálst eða lögþvingað innanlands-lán, og það þrátt fyrir
-ákveðin mótmæli þjóðbankans. 1 þeim tilfellum, er einstakir
menxi og félög liafa gengið inn í kaup nýsköpunartækja og greitt
þau með íslenzkum peningum, er allt í lagi. Þessir peningar eru
þá væntanlega og réttilega horfnir úr landi. En liinn hluti liinna