Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 60
220
ÍSLAND 1947
EIMREIÐIN
íslenzku peninga, sem gefinn var út á þann erlenda gjaldeyri,
sem ríkið setti fastan, liefur nú misst verðmætisgrundvöll sinn og
yfirfærslumöguleika, og verkar nú á sama liátt og ofútgáfa á
seðlum (inflations-fé) til útþyxmingar á íslenzkum gjaldeyri yfir--
leitt. Af þessu innilokaða gervipeningaflóði stafar nú liinn mesti
glundroði. Menn eru að missa trú á peningana og gera æðis-
gengnar tilraunir til að breyta þeim í eitthvað annað, helzt er-
lendan gjaldeyri, því að með núveranda falsgengi fá menn á
þennan hátt tvöfalt og þrefalt verðmæti fyrir liverja krónu.
Innanlands reyna menn að kaupa öll áþreifanleg verðmæti, sem
menn ná í eða vinnu til að framleiða slík verðmæti, t. d. bygginga-
vinnu. Og er sjálft ríkisvaldið stærsti keppandinn á þessu uppboði.
Að því skal ekki fundið, þótt þess væri gætt, að stríðsgróðanum
yrði mest varið til endurbóta og aukningar á framleiðslutækjum
landsins. En auk þess skaða, sein hin skakkt framkvæmda ráð-
stöfun olli á fjáreign landsmanna, skerti hún einnig úbyrgðar-
kennd framleiðenda landsins í stórum stíl. Úr því að farið
var að gera svona mikið af erlenda fénu upptækt, þá hefði
í raun og veru þurft að leggja liald á það allt, til að forðast um-
brot og sóun þess, sem eftir var og svo til þess að tryggja, að
til væri nægilegt fé, í gildum gjaldeyri, til rekstrar og til að mæta
hinum víðtæku og erfiðu afleiðingum af þessari truflun á kerfi
einkaframtaksins.
Samgöngur og flutningar. I flutningaflota landsins bættust
tvö kæliskip, Vatnajökull (924 br. t.) og Foldin (621 br. t.).
Flutningarnir voru annars með líku móti og áður, en ferðalög
manna fóru í vöxt og í vaxanda mæli með flugvélum ameríska
flugfélagsins AOA, leiguflugvélum Flugfélags íslands og „Loft-
leiðum“, sem á miðju árinu eignaðist stóra „skymaster“-flugvél,
er það nefndi „Heklu“. Innanlandsflugið fór og mikið í vöxt.
Flugfélag Islands missti á árinu 2 flugvélar, en bætti við sig 3,
og átti í árslok 8. „Loftleiðir“ áttu 5, misstu eina, en bættu við
sig 6. Bæði flugfélögin fluttu á árinu til samans tæp 30.000 far-
þega í flugi innanlands og utan. — Um leið og síðustu leifar
Bandarikjabersins fóru af landinu, 8. apríl 1947, tók félagið
„American Overseas Airlines“ (A. O. A.) við rekstri Keflavíkur-
flugvallar. Var um liaustið hafin bygging nýrrar flugstöðvar og