Eimreiðin - 01.07.1948, Side 65
eimreiðin
GÖMUL SAGA OG GAMALT KVÆÐI
225
af fötum, og sífellt var bærinn opnaður við og við til þess að
vita, livort nokkurs yrði vart. Fór svo fram þangað til klukkan
tvö um nóttina. Þá kom heim hundur, sem verið liafði með hús-
bónda sínum, tryggur mjög og fylgispakur. Sagði þá liúsfreyja,
að nú væri sýnt, livernig komið væri og mundi Sigurpáls eigi að
vænta.
Daginn eftir var slotað liríðinni, og var liafin leit. Fannst lík
Sigurpáls á hálsinum á réttri leið. Þar stóð liesturinn yfir honum,
bundinn við pokann, er hann hafði reitt. Var því sýnt, að hann
hafði farið af baki, sennilega orðið illt. Þetta var að heita mátti
tiákvæmlega á sama stað og lík séra Stefáns Jónssonar frá Þórodds-
stað hafði fundizt, en liann varð þar úti 9. febrúar árið áður.
Líkið var flutt til Húsavíkur og jarðsungið þar. Þá var Einar
Lenediktsson heima í Héðinshöfða. Yfir gröfinni flutti hann
Lvæði, er hann hafði ort eftir Sigurpál. En þeir voru kunnugir
fyrir þá sök, að systir Sigurpáls, Rósa að nafni, var um langt
skeið ráðskona lijá Benedikt Sv einssyni. Þá liöfðu fáir þar um
slóðir lievrt neitt í ljóðum eftir Einar, enda flíkaði liann svo
htt skáldskap sínum, að jafnvel fæstir skólabræður hans vissu til
þess, að hann fengizt við að yrkja. Kom þannig kvæðisflutningur-
11111 flestum á óvart. Aldrei hefur það kvæði prentað verið, og
eif?! er kunnugt um, að það sé til ritað frá þeim tíma. En þó að
nú séu liðin 59 ár frá því, að það var ort og flutt, telur Hólmfríður,
hóttir Sigurpáls, sig enn muna það rétt, enda er liún kona minnug,
fróð og greind. Eftir hennar frásögn er kvæðið þannig:
Um troðinn þjóðar veg vér göngu gjörum,
í garðinn eiga margir fótspor þung,
um gleymdra tára reit í fylgd vér förum;
sú forna saga verður jafnan ung.
Að ráða teiknið er ei oss við hæfi;
en öllum mun sú rekkjan verða köld.
Vér spyrjum: Hver er arður þeirrar ævi,
sem átti þetta raunalega kvöld?
Einn háði stríð, sem auðn og ótti fólu,
þá öðrum stóðu frændur, vinir hjá,
15