Eimreiðin - 01.07.1948, Side 68
228
ÞAÐ VAR NÍT ÞÁ
EIMREIÐIN
fyrirkomulagið var þegar orðið gagnslaust endemi. En Laurier
neitaði að taka þátt í slíkri samsteypustjórn og lýsti jafnframt
sig og sinn flokk andvígan herskyldu, en eftir a varð þó raunin
önnur hvað flokkinn snerti, því að hann klofnaði a herskyldu-
málinu, þegar á átti að herða. Var þá þegar sýnt, að ílialds-
flokkurinn mundi sigra við í hönd farandi kosningar, með forsjá
þáverandi stjórnar. En báðir þessir flokkar og gagnstæð viðliorf
í herskyldumálinu áttu mikil ítök í íslendingum.
Þannig var stjórnmála-ástandið í Kanada fyrri liluta ársins.
En auk sambands-kosninganna, og þá um leið kosninganna um
lierskylduna, stóðu einnig fyrir dyrum fylkis-kosningar í Saskat-
chewan, og í þeim kosningum voru tveir íslendingar í kjöri,
Wilhelin H. Paulson, fyrir Liberal-flokkinn, og Jón Wíum, fyrir
Conservatij;e-f 1 okkinn. Voru þeir báðir í nágrenni við okkur,
Wilhelm búsettur í Leslie, en Jón í Foam Lake. Báðir voru þeir
mætir menn og vinsælir, og Wilhelm, auk viðurkenndra mann-
kosta, einn sá allra skemmtilegasti maður, sem ég lief þekkl -—
mælskur með afbrigðum.
Vorið 1916 voru bræður mínir vegalausir, en fyrir atbeina
Wilhelms Paulson, að miklu leyti, tókst þeim að festa kaup á
bújörð, sem staðið hafði í eyði um þriggja ára skeið, drepið af
sér illgresi og veggjalýs m. fl., og var þar með ögn farin að
fjarlægjast menninguna á nýjan leik. Lá því ekki annað fyrir það
sumar en að plægja upp akrana. En vorið eftir, það merkis-ár
1917, sáðú þeir í allar plægingar og ruddu svo og plægðu til
viðbótar allt, sem þeir komust yfir.
Sjálfur var ég kóngsins lausamaður, vann við trésmíðar Iiingað
og þangað og var þess á milli aðstoðarmaður við timburverzlun
í Leslie, sem vinur minn, Hermann Nordal, veitti forstöðu um
þessar mundir. Annars var ég til lieimilis lijá bræðrum mínum
og mömmu. Mjólkaði ég stundum eittlivað af kúnum í eftirvinnu
á kvöldin og sá um alla minni liáttar aðdrætti, þegar ég vann
í Leslie, sem var í rúmlega tveggja km. fjarlægð frá heimili
okkar. Notaði ég þá jafnan lirygginn fyrir kerru. Sem sagt, vék
ég svona ýmsu í veg fyrir heimilið og liafði þar líka fæði og
húsnæði, endurgjaldslaust.
En það var svo sem á fleiri sviðum en því pólitíska, að árið
1917 gat talizt merkis-ár. Upp á það bar m. a. 400 ára afmæli