Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 69
EIMREIÐIN
ÞAÐ VAR NÚ ÞÁ
229
lúthersku siðabótarinnar, og var þess minnzt víða um heim
31. október þá um liaustið. Og fyrir okkur Vatnabyggðar-búa
bættist annað afmæli við, sem sé 25 ára afmæli sjálfrar
byggðarinnar.
Það var livíldardaginn annan í hvítasunnu, 28. maí, réttum
799 árum eftir andlát Gissurar biskups ísleifssonar, að ég var
að dunda við mitt venjulega frístundakák, eins og liávelbornum
nýtízkulistarmönnum bættir við að titla listiðju þeirra, sem ekki
eru hávelbornir til launa úr ríkissjóði. Þá var barið að dyrum,
og inn kom góðvinur minn, Jakob Pétursson, fyrrverandi Sigl-
firðingur, en þáverandi skóbætir í Leslie og varaforseti karla-
kórsins „Hekla“, sem frú Anna Paulson, kona Wilhelms þing-
manns, stjórnaði um þessar mundir.
„Er Björgvin lieima“ sagði Jakob, meðan bann var að ferðast
gegnum dyrnar.
Því var svarað játandi. Og eftir að við liöfðum heilsazt og
komið okkur saman um veðrið, að það væri gott, — því að það
var gott -—- og gert fleiri spaklegar ályktanir varðandi tíðarfarið,
svo sem að stórrigning væri illa fallin til heyþurrkunar o. s. frv.,
þá segir Jakob:
„Þeir ætla að fara að halda afmælisbátíð“.
Ég hváði áliugalaust.
„Nú, þeir ætla að fara að halda afmælishátíð, segi ég“,
endurtók Jakob.
„Hvaða afmæli? — liverjir?“
„Nú, landar bér í byggðinni, 25 ára afmæli byggðarinnar“
upplýsti Jakob.
„Nú, svoleiðis“. Og við fórum að skrafa um þetta á víð og
dreif. Jakob kvað hátíðarhaldið eiga að fara fram í Bræðraborg,
en svo nefndist samkomuhús þeirra, sem áttu lieima austanvert
við Foam Lake. Hófst og fyrsta landnám byggðarinnar í því
nágrenni, en þessi byggð var fyrst numin af Islendingum, sem
kunnugt er. Jakob sagði, að dagsetning þessa mannfagnaðar
væri ekki ákveðin að svo komnu, en mvndi einhverntíma seint
í júní, hélt hann. Ræðumenn myndu verða fvlkis-þingmanna-
efni okkar og einn eða tveir frá Winnipeg. Söngur væri þar
einnig fyrirhugaður, og liafi Jón Janusson, sveitarskrifari, beðið
sig að fá til söngkrafta í þessu skyni. Erindi sitt væri nú að vita,