Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 70
230
ÞAÐ VAR NÚ ÞÁ
EIMREIÐIN
hvort ég myndi vera fáanlegur til að æfa söngflokk fyrir þetta
tækifæri, það sem til næðist úr „Heklu“, og svo, ef fleiri fengjust
til, svo sem Þorsteinn bróðir minn, sem var dágóður tenór og
tveir — þrír aðrir, sem hann tilnefndi.
Jú, mér hafði lengi leikið liugur á að fást við söngstjórn, en
til þessa liafði trúarskortur almennings á getu mína í þeim efnum
algerlega skotið slagbrandi fyrir, að slíkt mætti verða. En nú
sat ég þarna allt í einu, svona til hátíðahrigðis, gagnvart einum
sanntrúuðum, líklega þeim eina í lieiminum að svo komnu. Og
ég gleypti við tilmælum Jakobs, skaut þó, svona fyrir siðasakir,
málinu til Steina bróður, einkum þó varðandi þátttöku lians í
þessu fyrirtæki, en hann kvaðst ekki mundi undan skorast, og
var málið þar með útkljáð.
Nú var tekið til æfinga, og gerðist ekkert frásagnarvert í því
sambandi, meiri hluti karlakórsins tók þátt í söng þessum
athugasemdalaust að öðru en því, að vinur minn og granni,
Páll Magnússon frá Akureyri, gerði þá fyrirspurn á fyrstu eða
annarri æfingunni, fyrir livað og livern þeir væru að þessu
æfinga-brölti svona um há-bjargræðistímann. Mun honum liafa
þótt sumt í þessu sambandi utanveltu við rétta boðleið, þar eð
ekki var leitað beint til „Heklu“ af forstöðumönnum hátíðar-
lialdanna. Lét ég Jakob liafa fyrir að svara þeirri fyrirspurn, og
var svo ekki meira um það rætt.
En um miðjan júní fóru fram fylkiskosningar þær, sem að
framan greinir, og var eðlilega togstreita nokkur milli þingmanna-
efnanna, Jóns og Willielms, með fundarhöldum og kjörskrár-
söfnun, sem kannske var sótt af meiri frekju en góðu hófi
gegndi. Munu ýmsir liafa verið ritaðir á kjörskrá, sem ekki áttu
löglegu kjörgengi að fagna, þ. á. m. við bræður allir. Fréttum
við það litlu fyrir kosningarnar og þótti miður, en létum þó
undir höfuð leggjast að rekast í, að við yrðum strikaðir út af
kjörlista, því að okkur grunaði, að þeim, sem höfðu innritað
okkur þar, væri ekki ókunnugt um, að við höfðum ekki formlega
gerst kanadiskir þegnar. Einnig liöfðum við grun um, að fylgj-
endur Wilhelms ættu hlut að skrásetningu þessari, en hann var,
sem fyrr getur, hollvinur okkar á ýmsa lund. En enda þótt við
fylltum hans flokk, liöfðum við enga löngun til að greiða atkvæði
við þessar kosningar. Kom okkur því saman um að leiða þetta