Eimreiðin - 01.07.1948, Page 86
246
SKOPLEIKARI OF SALTAN SJÁ
EIMREIÐIN
eðlisgáfum sem leikari. En fyrir einhæf lilutverk —- aðallega í
revyum hin síðari ár, og ef til vill of einhliða leikstjórn, liefur
liann staðnað í ákveðnum formum, svo að lítillar tilbreytni eða
„nýsköpunar“ gætir í leik hans, og persónan er í raun og veru
æ liin sama í livaða lilutverki sem er. Er þetta illa farið og ómak-
legt, og er þess að vænta, að Al-
fred láti ekki við svo búið
standa“. Alfred lét ekki við svo
húið standa. Skopleikari sighli
of saltan sjá.----
Þess var áður getið, að Alfred
kvæntist 1938 Ingveldi A. Þórð-
ardóttur (f. á Stokkseyri 21.
okt. 1911). Til liagræðis stytti
hún nafn sitt í Ingu, og undir
því nafni gerðist hún brátt nýt
leikkona við lilið manns síns,
fyrst í sýnisleikjum sem Sjansína
í „Nú er það svart, maður“
(1942), en síðar í lilutverkuin
eins og StáSar-Gunna (Fjala-
kötturinn, 1945). Það kom í ljós,
að Inga Þórðardóttir, sem er
greind kona og liin bezta hús-
móðir, var ágætlega hlutgeng á leiksviðinu í lilutverkum, þar sem
hún gat beitt sinni djúpu og sérkennilegu rödd og notið kyn-
þokka síns. Alveg einstaklega vel tókst henni að leiða fram á
leiksviðið nútíma stúlku eins og Jóhönnu Einars í „Uppstigningu4
eftir Sigurð Nordal. Jóhanna hennar var laus við alla uppgerð
og tepruskap, sjálfri sér ráðandi og alls sjáandi í kynferðismálum,
bjóðandi af sér góðan þokka, berorð, en hæversk. I lilutverki
náttúrubarnsins Tondeleyo, í samnefndu leikriti eftir Leon Gordon,
gaf hún ástríðunum lausan tauminn, án þess þó að sleppa honum
nokkurn tíma fram af. Kann liún engu síður en maður hennar
að stilla í hóf, draga mjúklega liina grófari drætti, fylla mynd-
flöt persónulýsinga sinna smágerðu mynstri hversdagslegra at-
hugana á dagfari samtíðarfólks. Ég held, að allur leikaraskapur
og eftirliermur séu mjög fjarri skaplyndi frú Ingu. Mistakist