Eimreiðin - 01.07.1948, Page 121
eimreiðin
SMURT BRAUÐ
281
efnishyggjumann, að skilgreina og skilja á milli þess liugræna
og hlutræna, af þeirri einföldu ástæðu, að sýnilegi heimurinn er
aðeins ástandshluti af öðrum andlegra lieimi, ofinn saman við
hann, og fær frá honum aðalgildi sitt. Það er engin leið að að-
skilja þessa heima; þeir lúta báðir einu og sama lögmáli. Ef
þessu væri ekki þannig farið, gæti ekkert líf þróazt í efninu.
Sameining eða samræmi við hugrænan heim er því lífsnauðsyn
vor.
Börn eru miklu næmari fyrir því hugræna en þeir fullorðnu,
auk þess sem meiri liluti barna er skyggn á óvitaaldri. Það
kemur því fyrir, að skýrleikabörn, sem lialdið liafa skyggnigáf-
Unni lengur en önnur, verði einhvers þess áskynja, er þeir eldri
eru hættir að sjá eða skynja, af því þeir eru orðnir líkamlega
þroskaðri og um leið hlutrænni.
Þegar nú þeir stóm töldu sér ekki samboðið að leysa úr þeim
Uiörgu og flóknu heimskuspurningum, er ég bar fram, þá sneri
ég mér til hundanna og kattanna og talaði við þá fullum hálsi,
°g þeir við mig, að mér fannst. Á þessu tímabili var ég og skyggn
á það, er ég síðar heyrði kallað drauga, vofur, svipi og huldu-
fólk, og lék mér og talaði við ýmsar verur, er ég þá hélt að væru
raunverulegar, eða eins og fólk er flest, en fékk síðar að vita,
að allt væri þetta rugl og vitleysa, og að þetta væri ekki til.
Þegar ég síðan fræddi þá fullorðnu á þeirri vizku, að hund-
urinn eða kötturinn hefðu sagt þetta eða hitt, sem ég til tók,
þá var oftast svarið á þessa leið: „Það á að flengja barnið fyrir
þessa vitleysu; hundar og kettir tala aldrei. Þetta eru málleys-
íngjar og skynlausar skepnur“. Þetta fannst mér afar óréttlátt.
Ekki tók betra við, þegar mér var bannað að leika mér við
«strákinn frá Stekkadal“, er ég nefndi svo, en þeir fullorðnu
vildu ekki viðurkenna, að væri til; en hann sagði mér, meðal
annars, livaða gesti mundi bera að garði þennan daginn, og mun
það oftast liafa farið eftir. Þrátt fyrir það, að „strákurinn frá
Stekkadal“ gerði margskonar „konstir“, kom og hvarf gegnum
heila veggi og sveif í lausu lofti, tók mig upp og lék sér við mig
tínrunum saman, þá dáði ég liann ekki að sama skapi. — Stefán
1 Króki var liámark mannlegrar fullkomnunar í mínum augum.
Svona var nú ástatt í huga mínum, þegar Móra frá Gröf var
fengin að láni, en það var tík frá næsta hæ, orðlögð fyrir væn-