Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 122
282
SMURT BRAUÐ
EIMREIÐIN
leika. Móra var lítil vexti, kát og glaðleg og bar nafn af háralit
sínum. Þetta var um vorið, í gróandanum, og þurfti að vaka vfir
vellinum; en heimahundar fjarverandi, -— annað hvort í eigin
orlofi ellegar í fylgd og ferð með liúsbónda eða heimamanni.
Það var Björt, þjónustustúlka, er þá skyldi vaka yfir vellin-
um, en hún var mín aukafóstra og geymslukona. Svaf ég jafnan
fyrir ofan liana á nóttuin og lét liún mig stagla versin mín, áður
en ég sofnaði.
En þetta kvöld fékkst ég ekki í rúmið. Ég heimtaði að vaka
yfir vellinum með „elgu lillu Moju“, eins og ég nefndi tíkina,
tók um liálsinn á lienni og vildi kyssa liana, en hún gapti þá svo
mikið, að ekki varð að henni komizt. í staðinn stökk hún upp
um mig og setti mig um koll, rak framan í mig blautt trýnið og
sleikti mig í framan.
Það mun hafa verið komið nær lágnætti, er Björt fór út með
Móru og mig í eftirdragi, að siga frá túninu, og var um að gera
að reka nógu langt í burt, að fénaðurinn sækti ekki heim í tún
strax aftur, og mátti þá leggja sig og sofa góða stund á eftir.
Til þessa var Móra fengin; hún var svo væn, að senda mátti hana
endalaust.
— „Hærra, Móra! Hærra, Móra!“ kallaði Björt og benti tík-
inni, en Móra var þá komin svo hátt upp í fjallið, að hún var rétt
að hverfa sjónum. Þá fyrst varð ég verulega hræddur. Ég þóttist
viss um, að ef Móra hyrfi upp af brúninni, mundi hún alveg tap-
ast. Hún mundi aldrei geta haft sig aftur til mannabyggða, ef
hún færi svo langt, að hún hyrfi sjónum manns. Hún myndi
aldrei geta ratað heim aftur, ef hún færi út fyrir veröldina.
Markaði ég þetta allt af vísu, sem ég var nýbúinn að læra:
„Girnast allar elfur skjól
undir mjallar-þaki.
Þorir varla að sýna sól
sig að fjallabaki“.
Ég skildi vísuna á þann veg, að ef Móru yrði „sigað fjallabaki“,
þyrði hún ekki að láta sjá sig framar. Hún mundi draga sig í
skjól í einliverjum ljótum helli hinum megin í fjallsbrúninni, líkt
og „gatinu“, sem var í fjallinu út og upp af bænum. Og það var
oft snjóþak á fjallinu og ég vissi, að snjórinn var nefndur mjöll.