Eimreiðin - 01.07.1948, Side 125
eimreiðin
SMURT BRAUÐ
285
góður á Evlalíu. Ég hafði eitt sinn séð Grýlu, og allt liennar
skyldulið, koma úr gáttinni og hverfa þangað aftur. Það var
eitt sinn, er allir liöfðu farið til kirkju, nema við krakkarnir
og ein unglingsstelpa til að gæta okkar. Sú kunni nú að segja
frá. Hún var að segja okkur frá Grýlu og þeim, er áttu heima
þama í gáttinni, milli þils og veggjar, en þar vantaði fjöl í, og
það voru dymar, er þau gengu um, en þær höfðu enga liurð,
og ég sá þau Ijóslifandi koma til okkar og liverfa aftur í gátt-
ina. Og þau voru eitt sinn nærri búin að draga stelpuna til sín
inn í gáttina. Og hún öskraði á okkur að hjálpa sér, og gátum
náð í aðra höndina á lienni, sein hún rétti til okkar, og þar með
frelsuðum við hana. Eftir þetta var það vandi minn, þegar ég
mundi eftir og var ekki mjög svangur og þegar mér var gefin kaka
með sméri ofan á, að bíta úr henni vænan munnbita og lienda
í gáttina. Var það aðallega handa Sigurði Grýlusyni, því ég hugði
hann bezt gefinn af fjölskyldunni, vegna nafnsins. Ég skoðaði
ætíð munnbitann vandlega til að sjá tannaförin gegnum smérið
og kökuna, og mældi liann aftur við skarðið í kökunni, áður en
ég afgreiddi liann í gáttina. Ég þurfti líka að sjá, hvort smérið
sneri upp eða niður á munnbitanum, eftir að hann var dottiun
og kominn á sinn stað í gáttinni. Betra að smérið sneri upp, en
á því vildi verða misbrestur. Alltaf hvarf bitinn, enda margir
munnarnir og mikil ómegð á þessari fjölskyldu. Stundum sá ég
mýs vera að skjótast þarna og hverfa í liolur. En ég reiknaði
ekki með músum, að þær hefðu neitt með smurt brauð að vilja,
eða hefðu gaman af að koma því á áfangastað. Ekki var músin
manneskja.
Loksins var Evlalía búin að „ljúga“ nóg og raða í sig góð-
gætinu og farin að þakka fyrir sig, kyssandi og kveðjandi. En
ég ætlaði alveg að rifna af vandlætingu undir rúminu. Aldrei
hafði ég séð Stefán kveðja svona. Nú var hún komin fram að
dyrum, búin að taka í hurðarhúninn, sneri sér við og bað kær-
lega að heilsa því af heimilisfólkinu, sem hún hefði ekki séð
eða kvatt. Og nú gat ég ekki setið á mér lengur: „Faju í hundass-
gat!“ æpti ég af öllum lífs og sálar kröftum, en þetta hafði ég
Leyrt Stefán segja við strák á sínu reki, svona í kveðju stað,
°g þótt það geysitilkomumikið, enda sagði liann það fullum
stöfum og kvað að því miklu betur en mér var auðið á mínum