Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 126
286
SMURT BRAUÐ
EIMREIÐIN
aldri. Það var eins og aumingja stúlkan kiknaði við, að fá þessa
kveðju undan rúminu, þaðan, sem hún átti sér einskis von. Augun
urðu stór og óttaslegin. Hún stóð andartak í dyrunum, sem
þrumulostin, og engiun sagði orð, svo hlessa urðu allir. Svo
hallaði hún aftur hurðinni og fór, — en ég var dreginn undan
rúminu og flengdur. Já, mikið fannst mér óréttlætið, — alveg
öfugt við það, sem átti að vera. Ég var svo 6annfærður, að það
væri Evlalía, sem að réttu lagi hefði átt að flengja, en ekki mig,
sem aðeins gerði skyldu mína. — Svona var nú inngangurinn
að því, er síðar átti að koma.
Og þess var heldur ekki langt að bíða.
Þegar hér var komið, var mér sýnd mynd í bók eða á blaði;
minnir það væri kallað Sunnanjari.
Myndin var 6Ögð af manni, en mér fannst þetta ekki líkjast
neinu, er ég hafði áður séð, svo ég gæti haft það til 6aman-
burðar.
Aldrei hafði ég séð svo auman mann. Samt fékk ég þá flugu
í höfuðið, að eitthvað væri í leikföngum okkar krakkanna, sem
líktist þessu.
Þetta leikfang líktist þessu á myndinni; fremur dökkt á lit-
inn með linúð á öðrum endanum, og eitthvað ofan á þeim hnúð,
og út úr lionum aftur brydding eða rönd, sem náði út í loftið
allt um kring.
Ég veit það nú, að á myudiuni var þetta svartur, barðastór
hattur á höfði mannsmyndarinnar. Krakki, við fjögra ára aldur,
eins og ég var þá, kann yfirleitt lítil skil á mynd eða hianni, raun-
veruleik eða hugarburði.
Mér var bent á myndina og sagt, að þetta væri „Matthías
J ochumsson“.
— „Attías Okkumson!“ Ég lærði svo sem nafnið. Það var
fljótgert. Þó gat ég ekki gert mér verulega grein fyrir, hva8 þafi var,
sem kallaðist þessu nafni, — hugsaði mér lielzt, að þetta væri
einhver dauður hlutur eða verkfæri, sem ekki væri lengur á
sínum stað, og nú ætti að fara að krefja mann sagna, lwar þafi
vœri nifiur komið.
Það var svo 6em eqgin ný bóla.
En þá var því bætt við, að þetta væri skáld, sem byggi til