Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 128
288
SMURT BRAUÐ
eimreiðin
Það fór eins og mig hafði grnnað. Við liöfðum ekki lengi
sýslað í dótinu, er ég sá þar „Attías Okkumson“, þekkti hann
undir eins af myndinni, er mér hafði sýnd verið í Sunnanfara.
Þetta var kolryðgaður járnbolti, eða nagli, líklega úr einhverju
gömlu, sjóreknu skipsbraki, en með ferlegum liaus, líkt og barða-
stórum hatti, á öðrum endanum.
Þetta „passaði“ allt ósköp vel. Halinn var á sínum stað og
skagaði langt niður úr skáldinu, en tungan sást ekki, enda lokuð
inni í höfðinu, rétt eins og á myndinni.
— „Þetta er Matthías Jochumsson“, sagði málshefjandi, og bar
það fram á sínu barnamáli. „Hann á að búa til falleg vers, svo
Ljótikallinn fái okkur ekki“.
— „Edd e Addeas Gúkkumson“, átu liin börnin eftir, sain-
þykkjandi: „an-á-a lia-’il alle ess“.
— „Hann á að vera í veggjarliolu“, sagði málshefjandinn.
— „Ann á a ea í eggaolu“, endurtóku liin.
— „Alveg á kafi“.
— „Ale á afi“, var endurtekið og samþykkt í einu hljóði.
Því næst var fundin liæfileg liola í veggnum og skáldinu stungið
þar inn, en torfusnepill látinn í opið fyrir framan.
Þá var það klappað og klárt. Síðan var undinn hráður bugur
að öðrum aðkallaiuli verkefnum.
Nokkrum dögum síðar var mér gefin liálf flatbrauðskaka og
vel drepið ofan á af nýstrokkuðu sméri. Svona lagað er ætíð eitt-
hvert mesta lmossgæti, er barni getur lilotnazt. Ég rölti upp
tún, sæll og hamingjusamur, bítandi kökuna: liorfði á tanna-
förin, livernig tennurnar liöfðu grafið sig gegnum smérið í bit-
sárinu og svo gegniun kökuna sjálfa, tók út úr mér hvern munn-
bita til að sjá í honum tannaförin líka og sjá svo livernig bitinn
félli við skarðið á nýjan leik. Krökkum þykir yfirleitt mjög
gaman að taka „út úr sér“, og ef þau rausnast til að gefa öðruni
af einhverju sælgæti, er þeim sjálfum þykir gott, verða þau
sjálf að smakka á því fyrst, og gefa síðan „út úr sér“, ef allt a
að vera með felldu. Svo var það og með okkur krakkana. Ef
einhverju okkar liafði hlotnazt sykurlús eða sælgætisarða, sem
hin fengu ekki, þá var sjálfsagt að gefa öðrum af því, en aldrei
nema „út úr sér“. Efnismagninu, sem afgreitt var á þennan liatt,