Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 136
296
LEIKLISTIX
EIMREIÐIN
var staðbundin, hnitmiðuð við
manntegund, sem oss er tamast
að kenna við Ullarjóta, og það
enda þótt ekki fljóti í þeim dropi
af józku blóði. Er ekki ofsögum af
því sagt, að Poul Reumert kann
að lýsa slíkum náungum eftir-
minnilega. Hann iðar í skinninu,
* hver spjör utan á honum segir
frá innrætinu, og hver setning,
sem hann lætur út úr sér, hún
vermir, hún skín og hýr gleður
mann.
Þýðingin á íslenzka hluta leiks-
ins var, eins og oft vill verða,
óþarflega bókleg. Við hliðina á
danska textanum, sem var munn-
tamur og ófeiminn við rétt og slétt
talmál („Du er vel nok en söd
Söster" t. d.) var íslenzki textinn
óþjáll í meðferðinni.
Allir gestirnir komu með bún-
inga með sér, en íslenzkir leik-
sviðsmenn höfðu annast leiktjöld
og annan útbúning af smekkvísi,
Lárus Ingólfsson fyrir leikritin
„Rosmersholm“ og „Refina", en
Sigfús Halldórsson fyrir „Döde-
dansen“, og voru tjöld hans til-
takanlega vel gerð.
L. S.
Skoðanakönnunin framlengd.
Mörg svör hafa borizt við spurningunni: Hvern telur þú beztan rithöfund,
sem nú er uppi meS íslenzku þjóSinni? En nokkrir lesendanna hafa kvartað
undan ákvæðinu um afklippuna, sem áskilið var, að send skyldi með svar-
inu, til þess að húa sem hezt um það, að sami maður sendi aðeins eitt
svar og svörin kæmu frá lesendum Eimreiðarinnar. Þeir, sem kvartað hafa
yfir þessu ákvæði, hera því við, að þeir lialdi Eimreiðinni saman og hindi —
og sé það skemmd á heftinu að klippa hornið af blaðsíðunni með fyrir-
spurninni og senda með svarinu. Til þess að bæta úr þessu, hefur fyrir-
spurnin nú verið færð yfir á VI. auglýsingasíðu í þessu liefti, því fæstir láta
binda inn auglýsingarnar, og jafnframt hefur fresturinn til að svara verið
framlengdur til 1. októher 1949. Þeir, sem enn eiga eftir að svara, ættu því
að gera það sem fyrst og senda svarið ásamt afklipptu liorni auglýsinga-
síðunnar með orðunum „Skoðanakönnun Eimreiðarinnar 1948—1949“, áritað:
Eimreiðin,
Pósthólf 322, Reykjavík.