Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 137
EIMREIÐIN
VöLUSPÁ
í VIRÐINGARSÆTI?
[Jochum M. Eggertsson, rithöf-
undur, hefur sent „Röddum" Eim-
reiðarinnar smágrein þessa, en
eftir hann birtist í 1. hefti þ. á.
ritdómur um bókina „Leyndar-
dómar Indlands", sem út kom á
íslenzku fyrir jólin í fyrravet-
ur. Höf. getur þess í bréfi, sem
fylgdi greininni, að hún sé bragar-
bót, sem bókaútgáfan Helgafell
hafi skorað á sig að gera í Eim-
reið, út af ummælum hans, í rit-
dómnum, um ljóðasafnið „íslands
þúsund ár“.
Ritstj.'].
„lllur hvíldir eg af þér fékk og
óhreinan hef eg setið bekk“, sagði
Sólveig heitin frá Miklabæ og skar
sig á háls. Og þetta ættu líklega
fleiri að gera, eftir að hafa fengið
munnlega áminning frá Miklabæ
bókaútgáfunnar, sjálfu Helgafelli.
En sú er ástæðan og svo er máli
farið, að útgefendur bóka þeirra,
i húsgagnastíl, er af sínum liús-
bændum og framleiðendum nóter-
azt undir nafninu: „Islands þús-
und ár“, og það í þrem biridum,
hafa látið þess getið við undirrit-
aðan, og óskað einnar lítiUar leið-
réttingar, að ofmælt sé það með
öllu, er sagt var i niðurlagi rit-
dóms nokkurs, er birtist i 1. hefti
Ehnreiðar þ. ú. — („sjálfa Völu-
spá, vantar"), en niðurlag þess
ritdóms var svohljóðandi:
.— „En hvað skal segja? Með-
ferð þeirra „liálærðu“ á gullaldar-
bókmenntunum er þó sínu lakari,
eins og Ijósast má merkja í nýút-
kominni og uppseldri kvæðabók
undir nafninu: „Islands þúsund
ár“, en liefði að réttu lagi átt að
heita: Frá gotstöðvum síldarinn-
ar. Þar eru Hávamál gefin út á.
mállýzku, sem hvorki er fornmát
né nútímamál og aldrei hefur til
verið. En þó er sú bót í máli, að
sjálft undirstöðukvæði állra ís-
lenzku gullaldarbókmenntanna,
sjálfa Völuspá, vantar. Vegur það
nokkurnveginn upp á móti ósóm-
anum“. —--------Það skal alvar-
lega tekið fram, að hér er hvergi.
sagt, að kvæði með ofangreindu
nafni finnist ekki í bókinni — að-
eins: „sjálfa Völuspá, vantar". —
Mér var vel kunnugt, að loks á
bls. 227, í fyrsta bindi umræddrar
útgáfu, eitthvað nálægt miðri
blaðsíðu, klesst og kramið undir
Steinunni Refsdóttur og í opnu
gininu á forna kjaftæðinu og leir-
burðinum „Lokasenna“, finnst
fyrirsögn, að vísu mjög smáprent-
uð, er mun eiga að tákna nafnið
Völuspá, ef rétt er stafað. Þar
næst einhver „fræðimanna“-mál-
lýzka, er mun eiga að mynda sjálft
kvæðið. — Eigi þetta að vera
gamla Völuspá, þá er ekki virðu-
lega með farið. Þarna er henni.