Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1948, Side 139

Eimreiðin - 01.07.1948, Side 139
EIMREIÐIN RADDIR 299 þarvist þcirra getum við ávallt séð hinn rétta mánaðardag, þegar við lesum Fornbréfasafnið og önnur rit frá kaþólskri tíð, sem tímasetja atburðina eftir messu- dögum hinna helgu manna. Þetta er undarleg hugsun, því ég fæ ekki betur séð en að röksemdin sé hrein firra. Líklega er það rétt að vísu, að finna megi þenna fróð- leik, en mikið mundi að jafnaði verða að leggja í sölurnar til þess. Það er nú einu sinni svo, að sjúk- ir, en ekki heilir, þurfa læknis, og ófróðir, en ekki fróðir, þarfnast leiðsögunnar. Hver er sjálfum sér næstur, og ég skal því leyfa mér að taka dæmi af sjálfum mér. Ég er hér á meðal hinna fyrri, þeirra ófróðu, og ég veit, að mig gæti það kostað lestur nálega alls almanaksins að uppgötva það að lokum, að Jósep — hver sem hann var, en áreiðanlega ekki sá sem var í Súðavík — er (það er á ábyrgð almcmakshö funda, að þetta sé rétt mál) 22. dezember. Og þegar ég skrifa þetta, með sjálft almanakið við hliðina á mér, er ég enn svo ófróður, að ég veit ekkert hvar ég á að leita að „mariu messo sidari um sumarit“, né heldur „avgvttvmesso vm vetvr- inn“ — einmitt dögunum sem al- manakshöfundarnir tiltaka. Þó ætla ég, að min greind og minn fróðleikur sé ekki stórum fyrir neðan það meðallag, sem gera verður ráð fyrir hjá þorra þeirra manna, er almanakið nota. Nei, það eru vinnubrögð, sem enginn maður með heilbrigðri skynsemi lætur sér koma til hugar að viðhafa, að fara að leita í almanakinu að messudögum þess- ara sælu manna. Flestra tími er of dýrmætur til þess, og þar að auki hafa fæstir nógan dugnað til slíkra framkvæmda. Það mundu fleiri en ég hlæja að sjálfum sér fyrir slík vinnubrögð. Ekki skiptir það máli, en tæp- ast er það rétt sagt í okkar há- lúterska þjóðkirkjulandi, að dag- arnir lieiti Leo og Tiburtius. Þeir kunna að heita svo hjá rómversk- kaþólskum mönnum (varla hjá grísk-kaþólskum), en hreint frá hjá öðrum. Síðastur manna vildi ég amast við því, að kaþólskir menn fengju að halda sínum siðum, og þó að mér sé lúterskan engu kærari en kaþólskan, þá get ég ekki rekið sjálfan mig úr vitni um það, að hjá lúterskum mönnum eiga ka- þólskir siðir í flestum tilfellum illa við, og geta beinlínis orðið til trafala og staðið í vegi fyrir öðru hentugra — eins og er um þetta almanaksknéfall fyrir dýrð- lingunum. Það er erfitt að sjá hvað við það er unnið, að halda í þenna afkáraskap. Því afkáraskapur er þetta og annað ekki; líka hitt, að vera þarna enn með Danakonunga, en þar á móti ekki með konunga Norðmanna eða Svía, eða yfir höf- uð þá örfáu menn, sem enn bera kórónu í þessum byltingasama heimi. Þetta sá Jón Þorkelsson, sá stórmerki maður, fyrir hálfum fjórða áratug, og bætti úr á eftir- minnilegan hátt, þegar honum gafst tækifæri til þess. Þetta hafa lika þeir menn séð, sem gefið hafa út íslenzkt almanak vestan hafs. Og þeim hefur tekizt að gera almanak sitt stórfróðlegt. Okkar almanak held ég sannarlega að við ættum að gera, ef ekki þjóð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.