Eimreiðin - 01.07.1948, Síða 140
300
RADDIR
EIMREIÐIN"
legra, þá samt fróðlegra en nú
er það.
Hinum helgu mönnum alman-
aksins tel ég þó að gera beri skil
— betri skil en nú er gert, en
með allt öðrum hætti. Og þetta
mætti vel gera í almanakinu í eitt
skipti fyrir öll. Vegna hinna fornu
bréfa, sem nú eru mér og mínum
líkum dagsetningarlaus, þarf að
gera skrá yfir almanaksdýrðling-
ana, og þá að sjálfsögðu í staf-
rófsröð, enda er stafrófsröð við-
höfð i öllum handbókum, þar sem
unnt er að koma henni við. Þá
fyrst, er þetta hefur verið gert,
getum við liinir litt fróðu ráðið
dagsetningar kaþólska tímans, og
vel mætti auka þar við öðrum tima-
talsfróðleik fyrir almenning, t. d.
um breytingu frá fornum stíl til
hins nýja, og hve mikið á milli
ber, því ekki vita þetta allir, þótt
máske megi segja, að allir ættu
að vita það. Slík skrá yrði gagn-
leg handbók um aldur og ævi. En
alveg fortakslaust verður kaþólsk-
ur fræðimaður að gera hana; það
er ekki á annarra færi„ svo að vel
sé. Því hún á að vera eitthvað
dálítið meira en nöfnin tóm, eins
og þau standa nú i okkar skringi-
lega almanaki: Candidus, Proclus,
Leopold, og þar fram eftir göt-
unum. Og nú vill svo vel til, að
á meðal núlifandi lærdómsmanna
íslenzkra er í fremstu röð kaþólsk-
ur maður, sem vitaskuld mundi
líka eiga kost á aðstoð þeirra
kaþólskra guðfræðinga, sem hér
eru. Þessu vildi ég mega skjóta
til hinna vísu „umboðsmanna há-
skólaráðs", sem höfðu annað sjón-
armið en Jón Þorkelsson.
Nú geri ég ráð fyrir, að alman-
akshöfundum þyki ég hafa sýnt
ekki lítið yfirlæti. En „ekki verður
við öllu séð, Bjarni minn; ég loka
samt“. Þó vil ég að þeir skilji
það, að á þá er ég engri rýrð að
kasta, enda færist mér það illa.
Þeir eru báðir tveir alviðurkennd-
ir lærdómsmenn, og um annan
þeirra mundi hóflega að orði kom-
ist, að engan vísindamann eigi
íslendingar nú í bili honum fremri.
Þorvaldur Thoroddsen, sem sjálf-
ur var vísindamaður, leyfði sér á
sínum tíma að taka lieldur dýpra
í árinni, þegar hann minntist á
hann.
En almanakinu á að breyta.
Sn. J.