Eimreiðin - 01.07.1948, Page 149
EIMREIÐIN
RITSJÁ
309
all6 góðs varnað. I umhverfi gam-
allar sveitamenningar, um það leyti
sem lý6Ískolan er að hverfa úr sög-
unni, nema þá helzt í fjósi og eld-
húsi, hefst rás viðburðanna. Og sú
rás heldur áfram allt til söguloka,
ýmist með þungum fossdyn eða liæg-
um, rólegum nið, eins og áin í daln-
um. Skyndimyndir skáldkonunnar af
náttúrunni, með fjöllum sínum og
hlíðum, túnum og engjum, lækjum
og lindum, auka á fegurð þeirrar um-
gjörðar, sem afmarkar þessa atburða-
rás, Það er ilmur af öllu þessu nátt-
úruumhverfi sögunnar, eins og af
döggvuðum dalagróðri um sólbjartan
sumarmorgun.
Og svo er það söguþráðurinn.
Fyrsta bindið fjallar um giftingu og
fyrstu búskaparár hjónanna á Nauta-
flötum, Jakobs og Lisibetar, æsku-
leiki og ástir unga fólksins í dalnum
og fyrstu árekstrana í lífi þess. Koma
þar mest við sögu Jón Jakobsson liinn
ungi, sem að vísu er ekki afkomandi
Nautaflataættarinnar í bcinan karl-
legg, þó að dult fari, Þóra Björns-
dóttir í Hvannni og Anna Friðriks-
dóttir, sem verður eiginkona unga
bóndans á Nautaflötum og síðar hús-
móðir á höfuðbólinu — og svo Lisi-
bet, hiii mikilhæfa, en breiska og
ráðríka móðir, sem telur sig forsjón
dalbúa og er það að ýmsu leyti.
Annað bindið er urn alvöru og sorg-
ir fullorðinsáranna, eftir að Jón og
Anna eru gift og sezt í búið hjá for-
eldrum sínum, unz þau falla frá og
ungu hjónin taka algerlega við bús-
forráðum. Þóra í Hvammi, sem Jón
hefur svikið í tryggðum, er gift bónda-
syni utan af strönd, til þess að föður-
leifðin fari ekki í eyði, er dóttirin
stendur ein uppi eftir lát síns aldna
föður. Lesandinn fylgist af áhuga
með örlögum unglinganna í dalnum,
sem nú er orðið fullorðið fólk og
heyir sína lífsbaráttu, þar sem forsjón-
inni liefur þóknast að afmarka því
stað. Nýr ættliður hefur séð dagsins
ljós í dalnum: Jakob, sonur hjón-
anna á Nautaflötum og önnur börn,
þar á meðal hjónanna í Hvammi. At-
burðir gerast og örlög fléttast, sem
ekki er unnt að rekja hér nánar.
Ef nefna ætti einhverja kafla úr
tveim fyrstu bindunum, mætti nefna
kaflann „Niður við ána“ i I. bindi
og „Lambarekstur" i II. bindi, sein
sérstaklega vel skrifaða og hugstæða.
Hér liefur stuttlega verið getið
þeirra binda, sem út eru komin af
þessari umfangsmiklu skáldsögu. En
eins og áður er sagt eru bindin fjög-
ur — og það þriðja þeirra í prent-
un, þegar þetta er ritað. Langar skáld-
sögur verða stundum þreytandi —
vegna lengdarinnar — og það jafnvel
þó að eftir lieimsfræga höfunda séu.
En þessi skáldsaga Cuðrúnar frá
Lundi er allt annað en þreytandi.
Eftir að hafa lesið þessi tvö bindi,
sem komin eru, á ég ekki gott með
að gleyma sumum söguhetjunum. Ég
vil fá að fylgjast með þeim lengur
og kynnast nýjum frá hendi þessa
höfundar, í þeim hlutanum, sem eftir
er. Sannleikurinn er sá, að ég lilakka
til að sjá framhaldið.
Sv. s.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili:
SAKAMÁLASÖGUR, Ak. 1947.
(Vtgefendur Jónas og Halldór
Rafnar). Séra Jónas Jónasson (1856
—1918) var um langa ævi meðal stór-
virkustu og merkustu rithöfunda og
fræðimanna. Ungur að aldri hóf hann
ritstörf. Mun hið fyrsta, er á prent
kom eftir hann, hafa verið Fréttir
frá íslandi (1879—1884) og Yfirlit