Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1948, Side 154

Eimreiðin - 01.07.1948, Side 154
314 RITSJÁ EIMREIÐIN setningu sinni séu þeir að gefa þess- um skriðdýrshætti vel undir fótinn meðal Islendinga, og þykir mér það allóþarfur leikur í hálf-opinberu riti eins og þessu, sem skartar ineð skjald- armerki íslands framan á bindinu. Okkur gömlu sveitamönnunum var kennt, að af litlum þvengjuin lærðu hundarnir að stela. Líka heyrðum við, að auðlærð væri ill danska, og sannaðist það oft. Þaðan stafaði ætt- arnafnafarganið, fyrst með -sen, seinna með -sora, og átti það vist að vera eitthvað íslenzkara. Þá komu hin fínu „íslenzku“ ættarnöfn, er þóttu „draumur“ í þá daga, og er útgef- andi þessarar bókar, Hilmar Foss, talandi vottur um þann draum. En nú er danskan dauð og uppruniiið hið engilsaxneska glæsitímabil, þegar allt á að vera á ensku og ómerki- legir strákar í Reykjavík láta prenta sér ensk leturhöfuð á bréfsefni sín, stássandi með Iceland eins og rúsín- una í hvalsrassinum. Það er kunnugt, að Engilsaxar tapa milljónum punda og dollara árlega sökum illrar stafsetningar sinnar, og geta þó eigi að gert vegna vanafestu. Ekki veit ég, hve mikið það hefur kostað útgefendur bókarinnar að breyta allsstaðar ö í oe, œ í ae, þ í th, en líklegt þykir mér, að sá kostnaður nenii hundruðum, ef ekki þúsundum króna í íslenzku dýrtíð- inni. Þetta mætti spara með þvi að rita í bókarbyrjun: /ra typing or printing lcelandic names ignore marks over voivels, write œ — ae, /j = th and 8 = d. Og ef útgefendurnir kærðu sig ekki um að spara, gætu þeir prentað þess- ar einföldu reglur smáu letri á síðu- fætinum undir annarri hvorri síðu í bókinni, og þykir mér ólíklegt, að það yrði dýrara en tvöfalda staf- setningin. Steján Einarsson. ISLANDICA, Vol, XXXII— XXXIII: History of Icelandic Prose Writers 1800—1940 by Stefán Ein- arsson. Ithaca, Neiv York 1948 (Cornell University Press). Þó að íslenzk bókmenntasaga síðan um 1800 sé fjölþætt og fróðlegt viðfangsefni, hefur enginn hinna háskólalærðu bók- menntafræðinga vorra ráðizt í að koma sögu íslenzkra bókinennta þetta timabil fyrir alinenningssjónir. Að vísu fyllir Islenzk lestrarhók Sig- urðar Nordals að nokkru leyti það skarð, sem hér er fyrir skildi. En það rit nær yfir bókmenntir íslands frá 1400 til 1900, og er aðeins sýnis- horn þeirra, en ekki saga. Þó er þessi bók og Ágrip Sigurðar Guðmundsson- ar af forníslenzkri bókmenntasögu svo að segja einu nú fáanlegu yfirlits- ritin fyrir almenning, um íslenzkar bókmenntir fyrr og síðar. Nú er bók- menntasagan uin íslenzka höfunda, sem rita óbundið mál á tímabilinu 1800—1940, komin út — en, mér ligg- ur við að segja því miður, ekki á íslenzku og fyrir íslenzka lesendur, heldur á ensku fyrir erlenda lesend- ur, fyrst og fremst. Dr. Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins háskólann í Balte- more, hefur samið þessa bók og lagt í það mikla vinnu. Hann hefur gert sér far um að geta sem flestra prósa- höfunda frá þessu timabili. Þetta hefur leitt til þess, að mikið er um upptalningar — og þegar kemur að nútimanum, fyrir og um 1940, verða upptalningarnar nokkuð handahófs- legar, enda er jafnan nokkurt vanda- mál að velja og hafna úr samtið sinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.