Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Page 20

Eimreiðin - 01.10.1949, Page 20
256 GESTUR eimreiðin borSið liika við að ganga til tjaldanna, bjarminn frá deyjandi glóðinni í eldstæðinu hverfur í myrkrið. En við borðsendann, andspænis verkstjóranum, sat ungur mað- ur, fölleitur, þögull og drevminn. Hann liafði liallað sér fram á borðið, liorft í gaupnir. Nú lyftir hann liöfði og fer að tala, bægt og rólega: „Einu sinni var drengur, sem ólst upp inni í afdal. Honum var snemina innrætt að bera þá virðingu fyrir sjálfum sér að leggjast aldrei á lítilmagnann. Máríerlan á bæjarveggnum, öndin í tjarnarsefinu, rjúpan í kjarrinu, urðu aldrei fyrir áreitni af hendi lians. Litli drengurinn liélt, að liver dagur væri rósfingraður, vetur- inn væri að vísu oft óvæginn og kaldranalegur, en snjórinn væri blæja, sem lilífði fræjunum í moldinni. Á Iiverju vori vöknuðu blómin endurnærð eftir vetrarsvefninn. Lífið væri milt og mjúk- látt, eins og móðurhöndin. Þessir draumórar drengsins nrðu bráðlega annað en veruleik- inn. Föður sinn missti liann í bernsku. Þá opnuðust barnsaugun fyrir gustinum, sem fylgir lífinu. Og það var einn dag snemnia vetrar, þegar drengurinn var í sárum eftir föðurmissinn, að liann gekk til kinda fram á dalinn. Þá fann hann folald, sem komið hafði eitthvað innan af öræfunum. Móðir þess liafði lirapað til dauðs af svellbólstri uppi í fjallslilíðinni. Litli hesturinn var úfinn, horaður og dapureygður eftir margra daga sultargöngu inni í auðninni. Nú var hann kominn þarna langt frá lieimkynn- um sínum. Eftir stimpingar og eltingaleik kom drengurinn folaldinu til bæjar, setti það inn í skemmukofa á lilaðinu. Og nokkru seinnu var liann kominn með hey í jötuna og mjólkursopa í fötu iit í skemmuna. Folaldið var hviinpið, hvessti augun, reisti makkann þykkjulega. Það var dökkrautt, ljósfext, með hvíta stjörnu í enninu. „Mamma, ég ætla að eiga þennan liest og kalla hann Gest‘ • sagði litli drengurinn með blossandi augu og brennlieitar kinnar af eftirvæntingu og liamingju. Og móðir lians keypti folaldið. Gestur þreifst ágætlega um veturinn, enda var lionum vel

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.