Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Page 40

Eimreiðin - 01.10.1949, Page 40
276 TRÝNAVEÐUR EIMREIÐIN Með því að enginn virtist vilja taka málstað Austfirðinga, þá reyndi ég að gera það, enda þótt ég væri Vestfirðingur, á gagn- stæðum landsenda, og „vistaði í vessi einu Vestfirðinga sprokin hreinu“: „Dallur, kæna, drilla, lilæna, dúnkur. spanda: Vissulega í verki og anda á Vestfjörðunum sitja og standa“. Og ennfremur: „Dornings-þollur,1) dittus-pollur,2) dráttar-gola:3) Aldrei heyrast víla og vola, þó verði straffið eitt að þola“. Sjóbúðin er lítil og lág, aðeins 6X4 álnir innan veggja, gerð af grjóti og rekavið, þéttuð og þakin mosa og blágrýtishellum- Gólfið er blágrýtisklöpp með moldarlagi ofan á. Gat á þekjunni í glugga stað. Dyr fy'rir miðri austurhlið. Yfir þeim hafði eitt sinn verið örsmár gluggi. I honum var nú engin rúða. Þrír rúmbálkar, grjóthlaðnir, eru í búðinni, meðfrain háðum göflum og vestur- vegg, matarkoffortin eða skrínurnar hafðar við höfðalag á hverj- um bálki. Abraham liggur einn á hálki við vesturvegg, gengt dyrum. Hann er aldursforseti og heldur þeim góða og gamla sið að berhátta og sofa allsnakinn. Isak og Jakob hvíla saman í fleti undir suðurgafli. En Jón Jónsson, formaðurinn, og ég, liálf- drættingurinn, sofum saman í norðurenda, ég fyrir ofan liann innst við gaflinn. Hann er húsbóndi minn og er mér afbragðs- góður, og sama má segja um hásetana. Abraham signir sig ávallt áður en liann íklæðist, en skoðar þ° fyrst í skyrtuna sína. Þegar lítur út fyrir landlegu, flýtir liann sér ekki fetið, en signir sig í sífellu. Skyrtan lians liggur uppi a skrínunni um nætur, ofan á öðrum nærfötum. Aðfaranótt föstudagsins 12. júní 1908, um albjart óttubil, lirekk ég upp og glaðvakna. Formaðurinn lætur illa í svefni. Hann kippist til og umlar í rúminu og brýzt um á hæl og hnakka. Loks kveður hann vísu og vaknar, snarast fram lir, hyssar upp uin Skinnsokka-kvísl. 2) SjóhrókarkvíslarslæiVi. 3) Ifæra, sbr. golþorskur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.