Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 36

Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 36
252 LJÓSIÐ I GÖNGUNUM eimreiðin átti Samúel ýmsum erindum ólokið úti í bæ, áður en hann gæti haldið heim í jólafagnaðinn. Það var orðið heiðskirt og stjörnubjart, þegar ég kom út um kvöldið, eftir að hafa lokað skrifstofunni, sem þá var uppi á lofti í slökkvistöðinni við Tjarnargötu, þar sem nú eru skrifstofur Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hljótt var orðið á götunum. Ys og þys dagsins, með öll jóla-kaupin og jóla-undirbúninginn, hafði lægt. Á himni blikuðu stjörnurnar, skærar og tindrandi, en frá dómkirkjunni barst jólasöngur út um opnar dyrnar, þegar ég gekk þar hjá, — út í kyrrð kvöldsins. Og á vængjum söngsins kom samúð jólanna á móti manni, eins og svalandi blær. Höfuðborgin var þá ekki eins víðáttumikil og hún er nú, svo að enda þótt húsið, sem ég átti að leita uppi, teldist þá í útjaðri bæjarins, mundi það nú teljast inni í miðri borg eða þar um bil- Ég vissi, að maðurinn, sem ég þurfti að hitta, átti heima í kjall- ara hússins, og húsnúmerið mundi ég. Þó varð mér nokkur leit að húsinu, því það reyndist vera númerislaust, steinkofi á milh tveggja stórra timburhúsa sunnanvert við götuna. Og þarna i kjallara þessa steinhúss átti fjölskyldan að eiga heima. Kjallarinn var einn þessara niðurgröfnu, sem enn má sjá undir sumum gömlum húsum í elztu hverfum höfuðborgarinnar, glugg' arnir undir yfirborði jarðar og grindur yfir útskotum þeirra, en tröppur niður að ganga að dyrunum. Ég barði að dyrum, en enginn anzaði. Ég knúði dyranna hvað eftir annað, en það kom fyrir ekki. Það virtist enginn vera heima í þessari kjallarakytru, ef þarna var þá nokkur mannabústaður. En ég vildi ekki fara erindisleysu fyrr en í fulla hnefana og tók í handfangið á hurðinni, sem reyndist ólæst. Og nú uppgötvaði ég þarna í myrkrinu, að hún var krækt að utan. Það var svo sem auðséð, að enginn var heima. Þó opnaði ég og kom inn 1 niðdimm göng, en um leið og skímuna að utan lagði inn nin opnar dyrnar, mótaði fyrir hurð innst í þessum löngu göngum- Ég lokaði útidyrunum og þreifaði mig áfram inn göngin. Allt i einu sá ég koma svífandi á móti mér skært, blátt ljós, svo ein- kennilega litsterka og fagra stjörnu, að ég fékk sem snöggvast ofbirtu í augun. Ljósið bláa sveif þarna í myrkrinu. Það var hæð við mig, og skin þess var stöðugt og sterkt. Ég gat ekki gert mér nokkra grein fyrir því, hvernig stæði á þessu ljósi eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.