Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.10.1952, Blaðsíða 62
278 MANNASKIPTI eimreiðin að hún var bara á innislopp. Ég hafði meira að segja grun um, að hún væri talsvert fáklædd innan undir. Ég treysti mér ekki til að horfa upp á þessa hjónabandshamingju, og af þvi að mér var vel til Hermanns, hætti ég að venja þangað komur mínar. Það fór líka eins og mig grunaði. Næstu vikur fylgdist ég með því, hvernig Hermann smátærðist upp, án þess að geta rétt honum hjálparhönd. Hvar sem við hittumst í bænum og hve- nær sem ég ætlaði að taka hann tali, var hann alltaf á hraðri leið heim til konu sinnar. Reiðarslagið hlaut að skella á þá og þegar Og auðvitað skall það á. En ég var ekki viðstaddur. Var á nokkurra mánaða ferðalagi um landið í opinberum erindis- rekstri. Eða svo lætur maður það heita í fréttunum. Þegar eg kom heim aftur, fann ég það á mér, að eitthvað hefði komið fyi'ir Hermann. Ég stóð mig að því hvað eftir annað að líta fyrst a andlátsfregnirnar í Morgunblaðinu. Loks afréð ég að spyrjast fyrir um hann, en þá var hann horfinn. Enginn vissi hvert. Menn héldu þó, að hann væri á lífi. En hvort hann væri fluttur til Ástralíu eða sæti alþjóðamót úti í löndum, vissu menn ekki- En svo fannst hann einn góðviðrisdag. Einhver dularfull rödd talaði við mig í síma, en vildi hvorki láta nafns né númers getið, og sagði að vinur minn, Hermann, sæti inni á tiltekinm knæpu i Hafnarstræti. Þar gæti ég fundið hann, ef mig langaði til að sjá hann aftur í þessu lífi. Mig langaði til þess. En þó vat mér um og ó, þegar á átti að herða. Ég fann Hermann sitjandi á stól á nefndum stað undir greini- legum áhrifum áfengis. Hann var næstum út úr fullur. — Veiztu hver sat á þessum stól? sagði hann, þegar hann þekkti mig. — Það veit ég ekki, sagði ég. Þú situr á honum núna. — Geri ég það? hváði hann. Það er rétt, mjög skarplega at- hugað hjá þér, sagði hann. Og eftir nokkra stund bætti hann við- — Hún Lilja sat á honum. Þú þekkir hana Lilju, konuna mína. Er það ekki? Allir þekkja hana. Það eru orðin manna skipti, skal ég segja þér. — Það er svo sem auðvitað, sagði ég. Þú hefur verið rekinn og annar tekinn í þinn stað. Hermann horfði á mig hryggum brennivínsaugum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.