Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Side 65

Eimreiðin - 01.10.1952, Side 65
KIMREIBIN MANNASKIPTI 281 — Nei, ég get það ekki, ég elska hana svo heitt, sagði Her- mann. — Þá er betra, að ég fari í hundana. '—■ Þú ert nú í þeim hvort sem er. Og það skaðar ekki að reyna hitt og vita, hvað hún segir. Þú getur þá slegið öllu upp í grín. Hermann leit á mig. — Upp í grín? Upp í grín? Svo hló hann og tæmdi glasið sitt. Því miður gat ég ekkert gert frekar fyrir vin minn, Hermann. Hann var óafturkallanlega farinn í hundana. Ég byrjaði á eftir- ^iaslunum hans á leiðinni heim. Eitthvað tveim mánuðum síðar sat ég yfir síðdegiskaffi á Hótel ^org. Allt í einu er ég ávarpaður hjartanlega. Ég ætlaði ekki að Þúa mínum eigin augum. Fyrir framan mig stendur Hermann 1 hreinum og pressuðum fötum, feitur og sællegur. Auðvitað var eg löngu búinn með eftirmælin. • Ég þakka þér fyrir orðið, sagði hann. Orðið, hvaða orð? Seztu, og segðu mér fréttir. ■ Hún tók mig á orðinu, hún tók skilnaðinum, hún Lilja. Til hamingju. Var það ekki sárt? Sárt? Nei, eiginlega ekki, þegar ég var búinn að segja það. En auðvitað hefði ég tekið hana í sátt aftur, ef hún hefði ekki Verið stungin af með Kristjáni, þegar ég vaknaði daginn eftir. Og hvar er hún núna? _ Veit það ekki, hef ekki hugmynd um það. Hún sótti dótið S1h, á meðan ég var í vinnunni. En ég læt fljótlega hafa upp a henni til að ganga formlega frá öllu. ~~ Og nií ertu aftur húsbóndi á þínu heimili? . ht, og búinn að ráða mig aftur sem harnfóstru tvisvar í viku. , Það gleður mig sannarlega, að þú skyldir ekki hafa farið 1 hundana í Hafnarstræti, sagði ég. há varð Hermann alvarlegur í bragði. Það gleður þig, en mig tekur það sárt. Mér þótti, skal ég Seg]a þér, töluvert mikið vænt um hana. ^ið horfðum lengi þegjandi hvor á annan. Við höfum sjálf- Sagt verið að hugsa um það sama: Mannaskipti. Sveinn Bergsveinsson.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.