Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 44

Eimreiðin - 01.10.1952, Síða 44
260 ISLANDSVINURINN HANS HYLEN eimreiðin deira, eller var i kyrkja og hoyrde pá Guds-tenesta, kom eg tidt pá gráten — det var som tonar frá barndomen heima hjá mor og far.“ Hér lýsir það sér fagurlega, hve Hylen stendur djúpum rótum í norrænum menningarjarðvegi, enda er hann maður þjóðlegur mjög í anda og þjóðrækinn í bezta skilningi orðsins; hér kemur einnig fram ást hans á íslandi, honum finnst hann vera kominn heim í foreldrahúsin á ný. í niðurlagi umrædds formála harmar hann það, að Norðmenn þekki ekki þessa náskyldu íslenzku frænd- ur sína betur en almennt er raun á, og kveður það vera eina ástæðuna til þess, að hann dirfist að senda frá sér þessar þýð- ingar af íslenzkum ljóðum. En Ijóðaþýðingar þessar, sem nánar mun vikið að, bera því órækan vott, hve handgenginn hann er íslenzkum nútíðarbókmenntum. Að loknu norræna kennaramótinu á Laugarvatni ferðaðist Hylen upp í Borgarfjörð til þess að kynnast frekar landi og þjóð og dvaldi um tíma í Reykholti; þar hefur hann auðsjáanlega ort hið fallega kvæði sitt „Ved Snorrelaug“, sem prentað er í ljóðabók hans: Det syng frá Bogdemyr. Lýsir þetta erindi því beinlínis. hvar kvæðið er til orðið: „Eg sit her trylt pá ein liten haug — ei kveldstund eg aldri gloymer, og ser i eimande Snorrelaug med helg i hugen — og droymer." í kvæðinu fléttast saman annars vegar lýsing á Reykholtsdal og fögru umhverfi hans á heillandi sumarkveldi og hins vegar þakkaróður til Snorra Sturlusonar fyrir það, að hann varð „sálm í endurreisnarstarfi" Norðmanna og traust stoð i frelsisbaráttu þeirra; en þar er vitanlega við það átt, hver uppspretta þróttar í stríði og framsóknaranda Heimskringla Snorra varð hinni norsku frændþjóð vorri, eins og alkunnugt er og Norðmenn hafa á hinn drengilegasta hátt viðurkennt og þakkað með Snorra-styttunni til- komumiklu í Reykholti. Hylen skólastjóri er maður heilsteyptur í lund, eldheitur ætt- jarðarvinur og hugsjónamaður, sem áunnið hefur sér tiltrú og virðingu samverkamanna sinna og samferðasveitarinnar almennt- Hann hefur verið farsæll og mikilsmetinn forystumaður í fræðslu- málum, ungmennafélagsmálum og bindindismálum. Hann átti 1 aldarfjórðung sæti í stjómarnefnd Kennarafélags Rogalands og var árum saman formaður lýðskólans og bókasafnsins að Sauða,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.