Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Page 44

Eimreiðin - 01.10.1952, Page 44
260 ISLANDSVINURINN HANS HYLEN eimreiðin deira, eller var i kyrkja og hoyrde pá Guds-tenesta, kom eg tidt pá gráten — det var som tonar frá barndomen heima hjá mor og far.“ Hér lýsir það sér fagurlega, hve Hylen stendur djúpum rótum í norrænum menningarjarðvegi, enda er hann maður þjóðlegur mjög í anda og þjóðrækinn í bezta skilningi orðsins; hér kemur einnig fram ást hans á íslandi, honum finnst hann vera kominn heim í foreldrahúsin á ný. í niðurlagi umrædds formála harmar hann það, að Norðmenn þekki ekki þessa náskyldu íslenzku frænd- ur sína betur en almennt er raun á, og kveður það vera eina ástæðuna til þess, að hann dirfist að senda frá sér þessar þýð- ingar af íslenzkum ljóðum. En Ijóðaþýðingar þessar, sem nánar mun vikið að, bera því órækan vott, hve handgenginn hann er íslenzkum nútíðarbókmenntum. Að loknu norræna kennaramótinu á Laugarvatni ferðaðist Hylen upp í Borgarfjörð til þess að kynnast frekar landi og þjóð og dvaldi um tíma í Reykholti; þar hefur hann auðsjáanlega ort hið fallega kvæði sitt „Ved Snorrelaug“, sem prentað er í ljóðabók hans: Det syng frá Bogdemyr. Lýsir þetta erindi því beinlínis. hvar kvæðið er til orðið: „Eg sit her trylt pá ein liten haug — ei kveldstund eg aldri gloymer, og ser i eimande Snorrelaug med helg i hugen — og droymer." í kvæðinu fléttast saman annars vegar lýsing á Reykholtsdal og fögru umhverfi hans á heillandi sumarkveldi og hins vegar þakkaróður til Snorra Sturlusonar fyrir það, að hann varð „sálm í endurreisnarstarfi" Norðmanna og traust stoð i frelsisbaráttu þeirra; en þar er vitanlega við það átt, hver uppspretta þróttar í stríði og framsóknaranda Heimskringla Snorra varð hinni norsku frændþjóð vorri, eins og alkunnugt er og Norðmenn hafa á hinn drengilegasta hátt viðurkennt og þakkað með Snorra-styttunni til- komumiklu í Reykholti. Hylen skólastjóri er maður heilsteyptur í lund, eldheitur ætt- jarðarvinur og hugsjónamaður, sem áunnið hefur sér tiltrú og virðingu samverkamanna sinna og samferðasveitarinnar almennt- Hann hefur verið farsæll og mikilsmetinn forystumaður í fræðslu- málum, ungmennafélagsmálum og bindindismálum. Hann átti 1 aldarfjórðung sæti í stjómarnefnd Kennarafélags Rogalands og var árum saman formaður lýðskólans og bókasafnsins að Sauða,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.