Eimreiðin - 01.10.1952, Blaðsíða 37
fclMREIÐIN
LJÓSIÐ í GÖNGUNUM
253
hvaðan það stafaði. Ekki kom það utan af götunni, og þegar ég
opnaði hurðina framundan, kom ég inn í dimmt herbergi. Þó
voru glæður í lítilli kaminu úti i einu horninu. Og við skinið
frá þeim sá ég þrjú lítil rúm og eitt stórt meðfram veggjunum.
f rúmunum litlu þremur sá á kolla sex harna, sem sváfu vært,
tvö í hverju rúmi. Stóra rúmið var mannlaust, en uppbúið. Hér
hlaut fólk að hafa brugðið sér frá í svip og mundi koma aftur
á hverri stundu. Ég ákvað því að bíða og fékk mér sæti á öðrum
þeirra tveggja stóla, sem þarna voru inni, við lítið borð hjá
glugganum.
Þarna sat ég víst i hálftíma, horfði i glæðurnar og hlustaði á
ondardrátt sofandi barnanna. Yfir þessari fátæklegu vistarveru
hvíldi einhver dulræð kyrrð og helgi. Mér fannst sem ljósið
skæra úr göngunum hefði staðnæmzt við höfðalag litlu rúmanna
þriggja. Ég gleymdi stund og stað fyrir einhverjum innri friði,
sem hér réð ríkjum. Hér voru jólin 1 sannleika komin, þó að
ekkert væri jólatréð, og engar jólagjafirnar — sýnilegar.
Ég hrökk upp við, að einhverjir komu inn göngin. Það voru
hjónin, foreldrar barnanna sex, sem sváfu svo vært og nutu
jólanna í draumi. Ég baðst afsökunar á því, að ég hefði gert mig
heimakominn og flutti heimilisföðurnum skilaboðin um vinnuna.
% man, að hann sagði, að betri jólagjöf hefði hann ekki getað
fengið en að fá að vinna. Hjónin sögðust hafa skroppið í kirkju
°g skilið börnin eftir sofandi. „Við höfum skilið þau ein eftir
áður sofandi,11 sagði húsmóðirin, „og ég er ekki hrædd um þau.
hngill okkar á himnum gætir þeirra,“ bætti hún við með sann-
fseringu.
h-g sat þarna um stund og ræddi við hjónin. Við töluðum í
fágum hljóðum, og það var jólafriður í litla herberginu, þar sem
við sátum. Börnin sex sváfu vært sem áður. Og bláa ljosið skæra
hafði mótazt í vitund minni — eða ímyndun — eins og þarna
stæði ljóssins engill í skínandi skrúða, stæði vörð við hvílu barn-
anna þessa helgu nótt og breytti umkomuleysi þeirra i unað,
fátækt foreldranna í auðlegð, nöturlegri kjallaraíbúðinni í höll,
jolanótt þessarar öruggu fjölskyldu í sigurhátíð.
Skömmu síðar kvaddi ég og fór. En ennþá man ég bláa ljósið
hjarta og skæra í hreysinu þessa jólanótt fyrir nálega aldar-
PriSjungi. Sveinn SigurSsson.