Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1953, Page 21
EIMREIÐIN KALDA STRÍÐIÐ OG ISLENZK MENNING 9 Der Mensch den du da bei dir hast, ist mir in tiefer, innerer Seele verhasst, — Seine Gegenwart bewegt mir das Blut. Hér skilur á milli feigs og ófeigs, og væru menn betur á verði fyrir vélabrögðum kölska í hinu kalda stríði þessa lífs, wyndu heimkynni hans hinu megin, sem Hallesby lýsir svo ferlega, ekki halda vöku fyrir eins mörgum hér í lífi eins og nú virðist víða eiga sér stað. IV. íslenzk menning er frábrugðin evrópskri menningu í mörg- veigamiklum atriðum. Hún er ekki afrakstur frá liðnum valdatímum, með aðal, konunga og keisara í fararbroddi, sem réðu hvernig þegnarnir lifðu, hvernig þeir störfuðu og hugs- uðu. Þessir valdamenn settu meira og minna mót sitt á menn- iugarviðleitni þjóða sinna, áttu aðild að framkvæmdum í andlegu lífi, steyptu þær í mót eftir sínu höfði, höfðu á þær ýmist lamandi og hemjandi áhrif eða fleyttu þeim upp á við, eftir því sem hæfileikar hrukku til. Ýmsar listir áttu í há- stéttunum öfluga styrktarmenn, ekki sízt byggingarlistin. Af þessu höfðu íslendingar aldrei neitt að segja. Sigurvinningar 1 styrjöldum, öflun nýlendna o. fl. veittu þjóðhöfðingjum Ev- róPU aukin tæki til menningar heima fyrir í löndum þeirra. íslendingar höfðu ekki af neinum slíkum menningaraukum að státa. Þjóðleg menning vor hefur ekki skapazt af neins konar ránsfeng. Hún er til orðin fyrir andlegan áhuga, iðni °g ástundun fátækrar þjóðar. I bókmenntum og orðsins list hofa á liðnum öldum skapazt hér varanleg verðmæti, sem ekki verða frá oss tekin, þó að um þessar mundir sé lögð á tað mikil áherzla að afflytja rétt vorn til sýnilegra tákna 11111 sum þessi varanlegu verðmæti, og á ég hér við íslenzk handrit í Danmörku. Á nýafstaðinni sýningu á þeim í Kaup- ^annahöfn var forðazt að geta um, að þau væru íslenzk. Hr. Sigurður Nordal segir svo um lýsingar og dóma útlendra aaanna um Islendinga nú á dögum, í bók sinni, Islenzk menn- ing I, bls. 33: „Þar kennir, auk fáfræðinnar, oft furðu mikils ábyrgðarleysis. Rangar staðhæfingar, sem mundu tafarlaust

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.