Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1953, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1953, Page 26
14 KALDA STRlÐIÐ OG ISLENZK MENNING EIMBEIÐIN Japanstrendur um landsvæði, sem tekur yfir 8.173.000 fer- mílur enskar með rúmlega 215 milljónum ibúa. Þar við bæt- ast Austur-Evrópuríkin, sem fylgja Rússum að málum, með um 70 millj. manna, og þar að auki Kínaveldi með 460 millj. íbúa. Við fráfall Stalins er talið, að kommúnistaríkin hafi 9 til 11 milljónir manna undir vopnum gegn 8 til 9 milljóna her Vesturveldanna. I trölladansi heimsveldanna er vort fámenna, en víðáttu- mikla land, samanborið við fámennið, eins og varnarlaus hólmi eða sker, sem öldur úthafsins dynja á og skola í stormi og stórsjó. Vér getum ekki á nokkurn hátt gripið fram í rás viðburðanna í heimsmálunum, en vér komumst ekki hjá að sjá, hverju fram vindur í þeim og hvar vér stöndum. Vér höfum tvívegis á síðustu fjórum áratugum verið einangraðir frá Evrópu um áraskeið. I bæði skiptin hefur gerzt sú ævin- týralega saga, að vér stigum stór skref fram á við til sjálf- stæðis, og í síðara skiptið varð skrefið svo stórt, að til full- veldis leiddi með stofnun íslenzka lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1944. Ekki reyndist einangrunin frá hámenningu Evrópu oss fjötur um fót á þessum vegamótum. Þvert á móti, og er sú saga öllum Islendingum kunn, svo að óþarfi er að rekja. En um skyldleika vorn við ameriska menningu er það að segja, að vér stöndum að ýmsu leyti nær henni sögulega og menningarlega en þeirri, sem vér höfum haft af að segja frá Evrópu. Ég hef þegar bent á hin sameiginlegu frjálshyggju- sjónarmið. Ennfremur höfum vér orðið að berjast upp úr fátækt og einangrun, og sú barátta heldur áfram. Vér höfum ef til vill tekið amerískri tækniþróun með fullmikilli léttúð, líkt og börn, sem láta glepjast og ekki hafa biðlund til að kunna sér hóf. En sú þróun hefur þó hleypt nýjum vexti í þjóðlíf vort og létt oss lífsbaráttuna í lítt numdu og erfiðu landi. Það verður vitaskuld vort hlutverk að velja og hafna, eins og verið hefur, og ábyrgðin er vor, hvernig sem fer. En takist oss að sía burt sorann úr þeirri erlendri menningu, sem að hefur streymt ströndum vorum á síðustu árum, og tileinka oss það eitt, sem til bóta er, þá er það víst, að amerísku

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.