Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 57

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 57
EIMREIÐIN UNGVERSKAR BÓKMENNTIR 37 Erelsisbarátta Ungverja undir handleiðslu Louis Kossuth (1802 1894) hafði mikil áhrif á bókmenntirnar. Sjálfur var Kossuth einhver mesti ræðuskörungur og frelsisunnandi, sem sögur fara af- Ungverski aðallinn, sem löngum hafði haft tilhneigingu til að ^íta niður á bókmenntir þjóðarinnar, fór nú að gefa þeim meiri gaum en áður. Stephan Széchenyi greifi (1791—1860) lagði fram stórfé til stofnunar Akademíunnar ungversku, gagnrýndi sjálfur 1 ritum sínum aðalinn fyrir þröngsýni og afturhald og barðist fyrir því að losa Ungverjaland undan fjárhagskúgun Austurríkis. ! marzmánuði 1848 brauzt út bylting í Ungverjalandi, sem lauk ^eð ósigri Ungverja, eftir að Franz Joseph I. Austurríkiskeisari hafði fengið Nikulás I. Rússakeisara í lið með sér til að bæla hana Riður. Ungversku skáldin frá þessum tímum voru meira og minna innblásin af rómantísku stefnunni og frelsishugsjón þjóðhetjunn- ar Kossuth. Þau börðust fyrir frelsi einstaklingsins og almennum Riannréttindum. Meðal þeirra voru höfundarnir Karl Kisfaludi (1788—1830), sem samdi sorgar- og gleðileiki, smásögur, ljóð og Saf út bókmenntatímaritið Aurora, Michael Vörösmarty (1800— 1855), sem talinn er mesta skáld Ungverja frá rómantíska tíma- bilinu (1825—1867), Alexander Petöfi (1823—49), eitthvert ágæt- asta ljóðskáld Ungverja fyrr og síðar og Maurus Jokai (1825— 1904), sem ritaði skáldsögur, bæði stuttar og langar, þar á meðal söguna „Tveir heimar“, sem talin er meðal mestu snilldarverka, sem til eru í bókmenntum Evrópu. Eftir að Franz Jósep I. samdi frið við Ungverja árið 1867, komst ^eira jafnvægi á þjóðlífið og velmegun jókst. En í borgunum hófst jafnframt iðnaðarframleiðsla í stórum stíl og dró til sín fólk úr sveitunum. Brátt varð til ný stétt í iðnaðarhverfum borganna, ör- eigastéttin, og með henni urðu til margvísleg vandamál, sem bók- Rienntirnar létu auðvitað til sín taka og höfðu áhrif á lífsviðhorf skálda og rithöfunda. Raunsæisstefnan ruddi sér til rúms í skáld- sagnagerð, og þýðingar birtust í Ungverjalandi á helztu ritum erlendra raunsæisskálda. Voru þar á meðal frönsku realistarnir sumir og höfundar eins og Dickens, Thackeray, Gogol, og Turgen- jef. Viðfangsefni sagnaskáldanna urðu raunsærri en áður, en aftur a móti héldust rómantísku einkennin miklu lengur í ljóðagerðinni, ekki sízt fyrir áhrif frá Heine. Af sagnaskáldum frá raunsæistímabilinu eru kunnastir Kalman llikszáth og Francis Herczeg. Sá fyrri þessara tveggja er að mörgu leyti líkur Maurus Jókai, en raunsærri í sögum sínum. Smásögur hans sumar eru mjög vinsælar. Herczeg er mjög raunsær í sögum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.