Eimreiðin - 01.01.1954, Qupperneq 57
EIMREIÐIN
UNGVERSKAR BÓKMENNTIR
37
Erelsisbarátta Ungverja undir handleiðslu Louis Kossuth (1802
1894) hafði mikil áhrif á bókmenntirnar. Sjálfur var Kossuth
einhver mesti ræðuskörungur og frelsisunnandi, sem sögur fara
af- Ungverski aðallinn, sem löngum hafði haft tilhneigingu til að
^íta niður á bókmenntir þjóðarinnar, fór nú að gefa þeim meiri
gaum en áður. Stephan Széchenyi greifi (1791—1860) lagði fram
stórfé til stofnunar Akademíunnar ungversku, gagnrýndi sjálfur
1 ritum sínum aðalinn fyrir þröngsýni og afturhald og barðist
fyrir því að losa Ungverjaland undan fjárhagskúgun Austurríkis.
! marzmánuði 1848 brauzt út bylting í Ungverjalandi, sem lauk
^eð ósigri Ungverja, eftir að Franz Joseph I. Austurríkiskeisari
hafði fengið Nikulás I. Rússakeisara í lið með sér til að bæla hana
Riður. Ungversku skáldin frá þessum tímum voru meira og minna
innblásin af rómantísku stefnunni og frelsishugsjón þjóðhetjunn-
ar Kossuth. Þau börðust fyrir frelsi einstaklingsins og almennum
Riannréttindum. Meðal þeirra voru höfundarnir Karl Kisfaludi
(1788—1830), sem samdi sorgar- og gleðileiki, smásögur, ljóð og
Saf út bókmenntatímaritið Aurora, Michael Vörösmarty (1800—
1855), sem talinn er mesta skáld Ungverja frá rómantíska tíma-
bilinu (1825—1867), Alexander Petöfi (1823—49), eitthvert ágæt-
asta ljóðskáld Ungverja fyrr og síðar og Maurus Jokai (1825—
1904), sem ritaði skáldsögur, bæði stuttar og langar, þar á meðal
söguna „Tveir heimar“, sem talin er meðal mestu snilldarverka,
sem til eru í bókmenntum Evrópu.
Eftir að Franz Jósep I. samdi frið við Ungverja árið 1867, komst
^eira jafnvægi á þjóðlífið og velmegun jókst. En í borgunum hófst
jafnframt iðnaðarframleiðsla í stórum stíl og dró til sín fólk úr
sveitunum. Brátt varð til ný stétt í iðnaðarhverfum borganna, ör-
eigastéttin, og með henni urðu til margvísleg vandamál, sem bók-
Rienntirnar létu auðvitað til sín taka og höfðu áhrif á lífsviðhorf
skálda og rithöfunda. Raunsæisstefnan ruddi sér til rúms í skáld-
sagnagerð, og þýðingar birtust í Ungverjalandi á helztu ritum
erlendra raunsæisskálda. Voru þar á meðal frönsku realistarnir
sumir og höfundar eins og Dickens, Thackeray, Gogol, og Turgen-
jef. Viðfangsefni sagnaskáldanna urðu raunsærri en áður, en aftur
a móti héldust rómantísku einkennin miklu lengur í ljóðagerðinni,
ekki sízt fyrir áhrif frá Heine.
Af sagnaskáldum frá raunsæistímabilinu eru kunnastir Kalman
llikszáth og Francis Herczeg. Sá fyrri þessara tveggja er að mörgu
leyti líkur Maurus Jókai, en raunsærri í sögum sínum. Smásögur
hans sumar eru mjög vinsælar. Herczeg er mjög raunsær í sögum