Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 64

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 64
44 HAMINGJUBRÉFIÐ EIMREIÐIN lengur leigjandinn í herberginu móti suðri á annarri hæð í númer 39 — svo einn, einn, EINN — heldur er ég .... * Já, ég er búinn að finna ráðið, ég fékk allt í einu svo góða flugu í höfuðið. Ég get skrifað söguna í sendibréfsformi. Það er enginn vandi að skrifa sendibréf, það hef ég oft gert. Eða réttara sagt, það gerði ég oft hérna einu sinni. Þá skrifaði ég pabba alltaf með jöfnu millibili, þegar ég var í sveitinni. Hverjum á ég að skrifa bréfið? Pabba? Já, það er bezt að skrifa pabba. Pabbi minn. Ef ég stíla þetta, sem ég þarf að skrifa núna, í sendibréf til þín, heldurðu þá ekki, að mér gangi betur að skrifa söguna? Þú ert dáinn fyrir löngu, pabbi, en ég veit, að þú lítur til mín þaðan, sem þú ert núna, og samgleðst mér yfir því, að ég skuli vera búinn að finna hamingjuna. Blessuð sé, minning þín. Þú varst mér góður, meðan þú lifðir. Pabbi, ástin hefur gert mig svo góðan. Ég hélt ekki, að ég gæti skrifað svona eins og ég geri núna. Ég er orðinn svo einlægur. Er ég kannske að verða skáld? Þóra! Já, nú er ég búinn að hugsa um Þóru í fimm mínútur. Ég verð að flýta mér að skrifa bréfið, ef ég á að ljúka því af í þessu næði. * Elsku pabbi minn! (Svona byrjaði ég alltaf, þegar ég var í sveitinni.) Ég ætla nú að skrifa þér lítið bréf og segja þér dálitla ferða- sögu. Það byrjaði svoleiðis, að ég var að lesa í blaði. Þá sá ég auglýsingu. Ég veit ekki, hvemig stóð á því, að ég rakst á hana, ég held, að orðið Klettur hafi dregið að sér athygli mína. Það var auglýst skemmtiferð að Kletti, gömlum eyðibæ, sem stóð í mjög sérkennilegu landslagi. Það greip mig samstundis, að þetta væri sá sami Klettur, þ. e. sami bærinn, og ég dvaldist á sumar hvert frá því að ég var smástrákur og fram til 18 ára aldurs. Ég er ekki vanur því að fara í ferðalög, en núna kom ein- hver óstjórnleg löngun yfir mig til að fara þangað. Mér fannst næstum því eins og hulin hönd togaði mig af stað. Ég hef ekki komið að Kletti síðan ég var 18 ára. Bærinn fór víst í eyði skömmu seinna. Bóndinn dó, og konan brá þá búi og flutti til elztu dóttur sinnar, sem var gift einhvers staðar vestur á landi. Hinir krakkarnir þyrluðust smám saman
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.