Eimreiðin - 01.01.1958, Page 25
EIMREIÐIN
Janúar—marz
1958
LXIV. ár
1. hefti
Fimm kvæSI
eftir Guðmund Inga.
Stúllííi meS ljóS
Ég hef ekki séð þig, — og þó er ég þín.
Af þér hefur blómgazt min sál,
því trú þín og von eru tilfinning min,
og tunga min hjalar þitt mál.
Sú stund varð mér dýr, er ég las þessi Ijóð
og lœrði þinn sólheita brag.
Ég titraði i þrá, meðan þögul ég stóð.
Og þvi er ég önnur i dag.
Ég vildi ég œtti þau ein, þessi Ijóð,
er óma svo fagurt og Ijóst.
Þau seytla um hönd mina, hug minn og blóð
og hríslast um fang mitt og brjóst.
Ég kýs ekki að sjá þig né vita þinn veg,
en verð þinni kveðandi trú,
þvi valkyrja Ijóðs þins og von, það er ég,
en völundur lífs mins ert þú.
En stundum í hug mér sú staðhæfing þaut
og stríddi mér hlæjandi létt:
Hans kvæði varð stúlka, sem brosandi braut
hans bókfell og höfundarrétt.