Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 45
SKÁLD FRÁ ILLINOIS
21
notað á viðeigandi hátt. Þetta getur verið sannmæli hjá
Faulkner, hvað orðabókina snertir, en bendir jafnframt til
þess veikleika hans sjálfs, að vilja skipta lesandanum milli
orðabókaruppflettinga og sögulestursins. í samræmi við íþrótta-
viðhorf sitt finnst greinilega á því sem Hemingway hefur
skrifað, að honum eru kunn ýms leynigöng frásagnartækninn-
ar. Fer honum þar eins og hnefaleikaranum í hringnum, að
vasri ekki tækni til staðar, mundi hann sleginn niður í fyrstu
lotu. Samt hefur hann sagt, að væri skrifað út frá beinu tækni-
legu sjónarmiði, yrði verkið líflaust. Það væri ]iin áreynslu-
lausa tækni, sem byggði verkið táknum er færði því lang-
b'fi. Vitanlega eru ekki til neinar orðabækur yfir þessa hlið
ritaðs máls. Þá hefur Hemingway verið brigzlað um stæl-
^ngar, einkum á fyrri árum. Kunnur bandarískur gagnrýn-
andi, Max Eastman, sagði skömmu eftir 1930, að Heming-
tvay virtist hafa ,,náð frásagnastíl sínum með því að bera
iölsk bringuhár.“ Þetta var á þeim árum, er Hemingwav var
sem hrifnastur af nautum, nautabönum og listinni að hætta
F'fi sínu. Þremur árum eftir að Eastman ritaði um fölsku
bringuhárin, hittust þeir að tilviljun í skrifstofu Scribners í
New York. Þreif Hemingway þá umsvifalaust skyrtu sína í
sundur á bringunni til að sýna, að þar yxu ófölsk hár. Síðan
Jétu þeir hendur skipta, en sjálfur atburðurinn og tilefnið
hefur löngu kafnað í ásökunum og gagnásökunum. Síðan
þetta gerðist hafa ýmsir verið sakaðir um fölsk bringuhár
fengin hjá Hemingway og víst er, að sá hárvöxtur stendur
víða fótum.
* * *
IJessi bók kennir engum að deyja, segir Hemingway í for-
^aála sínum fyrir safnritinu Men at War. í þessu falsleysi
bggur kannski helzti styrkur mannsins sem skálds. Hann hef-
Ur ekki predikað um ævina, heldur reynt að benda á vissar
staðreyndir, sem lýðskrumarar geta ekki einu sinni umflúið.
bað hafa verið ritaðar bækur til að sýna, að Hemingway
skrifi flest verk út frá áfalli, sem hann varð fyrir, er hann var
Sv? að segja sprengdur í loft upp á vígstöðvunum við Fossalta
a ftalíu í heimsstyrjöldinni fyrri. Kannski er hægt að benda á