Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 51
NÚ LEGG ÉG AUGUN AFTUR
27
Ég minnist engrar nætur, sem ekki var hægt að hlusta á
eitthvað. Ef ég hafði ljós, var ég ekki hræddur við að sofna,
af því ég vissi að sál mín færi ekki út nema það væri myrkur.
Að sjálfsögðu var ég margar nætur þar, sem ég gat haft ljós,
og þá svaf ég af því ég var nærri alltaf þreyttur og oft mjög
syfjaður. Og ég er viss um, að oft og tíðum hef ég sofið án
þess að vita það — en ég svaf aldrei svo ég vissi, og þessa nótt
hlustaði ég á silkiormana. Þú getur heyrt mjög greinilega til
silkiorma, þegar þeir eru að éta á nóttunni, og ég lá með
°pin augu og hlustaði á þá.
í herberginu var aðeins einn maður annar, og hann var
Éka vakandi. Ég hlustaði á hann vaka langa stund. Hann gat
ekki legið eins hljóðlega og ég, af því hann hafði kannski
ekki sömu æfingu og ég í að liggja vakandi. Við lagum á
teppum breiddum á hálm, og þegar hann hreyfði sig, skrjáf-
'tði í stráinu, en silkiormarnir hræddust ekki þruskið í okkur
°g héldu sig staðfastlega við át sitt. Það heyrðust brestir í
í'óttinni fyrir utan, sem bárust til okkar frá víglínunni um
sjö kílómetra veg, en þeir voru öðruvísi en hávaðamir í
o^yrkrinu inni í herberginu. Hinn maðurinn reyndi að liggja
hljóðlega. Svo hreyfði hann sig að nýju. Ég hreyfði mig líka
að hann vissi að ég vekti. Hann hafði búið tíu ar í Chicago.
heir höfðu gert hann að hermanni nítján hundruð og fjórt-
‘lri» þegar hann kom til að heimsækja foreldra sína, og ég
hafði fengið hann sem aðstoðarmann af því hann talaði ensku.
Ég heyrði að hann var að hlusta, svo ég hreyfði mig aftur
^ teppinu.
»Getur þú ekki sofið, signor Tenente?“ spurði hann.
»Nei.“
»Ég get heldur ekki sofið.“
»Hvað er að?“
»Ég veit það ekki. Ég get ekki sofið.“
»Er allt í lagi með líðanina?"
»Svo sannarlega. Mér líður vel. Ég get bara ekki sofið.“
»Viltu tala stundarkorn," spurði ég.
»Ágætt. Hvað er hægt að tala um á þessum fjandans stað?“
»Þetta er snotrasti staður,“ sagði ég.
»Vissulega er allt í lagi með staðinn,“ sagði hann.