Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1958, Page 59

Eimreiðin - 01.01.1958, Page 59
HÖFUM VÉR EFNI Á AÐ BÍÐA? 35 svörum og spakmælum, órímuðum og rímuðum, og umhugs- un þeirra og umræður um skapgerð og örlög formæðra og forfeðra gerði þá furðu glöggskyggna á mannlegt sálarlíf, gæddi þá ýmissi frumstæðri, en hagkvæmri lífsvizku og hóf þá yfir mat á manndómi og lífshamingju, sem miðað væri við hundruð á landsvísu. Hin mikla iðkun rím- og sagnalistar var hvort tveggja í senn: kærkomin skemmtun og mikilvæg leið til þroska, þjálfaði hugsun og tungutak, gerði menn get- spaka og hugkvæma, orðheppna, orðglaða, en þó oft kjarn- yrta. Svo var þá þjóðin ekki einungis aðþrengdur og meira °g minna sundurleitur skari, sem verst á undanhaldi og hef- ur með sér á flóttanum það, sem einna fémætast er. Hún veitti öflugt viðnám og varðveitti eigi aðeins fornar minjar, heldur bætti sífellt við, mitt í eymd sinni og örbirgð, nýjum verðmætum fræða og kveðskapar. Sá fróðleikur, sem hún til- einkaði sér, var einhæfur, en hann var engan veginn dauður hókstafur. Hann var blóð af hennar blóði og rann henni í uierg og bein. í allri sinni fábreyttni var hann sem sé djúptæk Uienntun, en ekki léttvægt fræðahrafl. Þessi menntun reyndist svo ekki síður verðmæt í sókn en vörn. Gáfaðir liugsjónamenn og listræn skáld og mikilhæf höfðu hana að vegarnesti úr föðurgarði, og lnin átti sér það vald og þá töfra, að menn, sem veröldin stóð opin fyrir sakir gáfna þeirra og snilli, helguðu líf sitt og starf hinni örsnauðu hókmenntaþjóð moldarhreysanna á eynni norður í höfum, þjóð, sem ráða- og menntamönnum annarra jyjóða fannst of hlálega fámenn og lítils megandi til þess að hugsanlegt væri, að hún gæti orðið sjálfbjarga og sjálfstæð. Og fyrir sína fomu, en einhæfu menntun sýndi þjóðin sig verðuga trausts og for- ystu þessara afburðamanna. Hjá henni héldust í hendur heil- hrigt íhald á menningarleg verðmæti og í hóf stilltur, en furðu 'ókull áhugi á erlendum nýjungum, — löngun til bættra kjara °g hetra lífs, samfara dómgreind til að hlíta hollum ráðum kröfur og úrræði, — og loks langlundargeð til að þybbast ' ið og þrauka, þó að seint virtist miða og sigurinn vera fjarri. Reynsla Jrjóðarinnar er því ótvírætt sú, að hún eigi hvort ,Veggja að þakka bókmenntum sínum, að hún fékk haldið VeI1i á öldum örbirgðar og kúgunar og að henni auðnaðist á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.