Eimreiðin - 01.01.1958, Side 70
46
EIMREIÐIN
Þar verður þá fyrst fyrir grundvöllur hinnar miklu blómg-
unar skáldskapar og sagnalistar með íslenzku þjóðinni. Þar er
sumt á huldu, enda þessi blómgun talin af vitrum mönnum
ganga undri næst. En vér getum samt sem áður komið auga
á nokkrar óhagganlegar staðreyndir.
Kveðskapur og frásagnarlist í mæltu máli var hvort tveggja
til í Noregi fyrir íslandsbyggð. Síðan komu til ensk og írsk
áhrif. En hugsum oss þá örvun til skáldskapariðkunar, sem
í því fólst, að ekki aðeins höfðingjasonurinn, heldur líka kol-
bíturinn úr öskustó hins aumlegasta hreysis hér á íslandi átti
þess kost, ef hann var skáld gott, að hljóta fé og frama við er-
lenda hirð, jafnvel verða einkavinur og ráðgjafi dáðra og
voldugra konunga. Og skilyrðin til að nema hina sögubundnu
skáldskaparíþrótt! Minnumst kvennanna, sem komu frá Nor-
egi, frá vinum og frændum, margar áhugalitlar um það, sem
feður þeirra, bræður eða bændur gerðu sér að brottfararefm,
— hugsum oss þær í ellinni sitja með barnabörnin við kné sér,
draga upp mynd átthaganna, segja frá lífi og afrekum ættar-
innar, stækkuðum í hillingum fjarlægðar, tíma og heimþrár
— ávallt til sannindamerkis skírskotað til vísna eða samfelldra
kvæða, og setjum oss fyrir sjónir gömlu mennina, sem flakk-
að höfðu um höf og lönd á yngri árum og sátu svo á setstokk-
um við langelda á afskekktum bæ í djúpum dali úti á íslandx,
— hvort muxrdi þeim ekki hafa verið tamt að minnast hins
liðna, þá er var „áraymur og járnaglymur“? Eða hvort mundi
ekki slíkum mönnum hafa verið ljúft að heyra fréttir úr öðr-
um héruðum og frá þeim löndum, sem höfðu verið vettvang-
ur lífs þeirra áður fyrrum?
Þarna — í framhaldsskólunum — er kominn tími til að skýra
allnáið fyrir nemendum hina fornu bragarháttu og þróun
rímaðs máls yfirleitt, og gildi skáldamálsins, kenninga og heita,
fyrir íslenzka menningu. Á leið sinni kemur kennarinn við 1
kirkju og klaustri, minnist að verðugu Ara Þorgilssonar, en
hefur drjúga dvöl í Reykholti hjá einum af undi'amönnnm
og örlögvöldum menningarsögunnar, snillingnum og spek-
ingnum, sem þrátt fyrir allt er enn í dag þjóð sinni brunnm
áhrifa til viðnáms og auðnu, leitt hefur frændur vora, Norð
menn, við hönd sér til vegs og gengis, og reyndist þeim a