Eimreiðin - 01.01.1958, Qupperneq 82
58
EIMREIÐIN
ættaróðalinu, svo að þar hafi um skeið ekki orðið búandi,
sízt við þá rausn, sem goðorði þeirra hæfði.
En hvað sem mynni dalsins hefur heitið í fyrstu — og áður-
talda lausn tel ég trúlega — er þessi lykkja allhagleg vegabót,
svo langt sem hún nær. En það er því miður of stutt, því
fjall austan dalsins hefur orðið útundan vegabótinni; er það
allbreitt, ásótt heiðaland, nefnt Svartárdalsfjall, og er þar hæst-
ur vegur á milli Blöndu og Héraðsvatna í Skagafirði, því
af ásnum, þar sem vegurinn liggur hæst, er djúpur halli nið-
ur í Stóra-Vatnsskarð, er stykkjar í sundur annað og hærra
fjall austan við hitt og er svo djúpt, að nálgast undirlendis-
takmörk.
Frá Blöndu báru þeir mig til skiptis, Skuggi og Hnausa-
Jarpur, en skjótta trippið hafði töskumar. Reið ég hratt eftir
að halla tók til Skagafjarðar og það austur fyrir Héraðsvötn-
Hjalli mikill er í vesturhlíð austur af skarðinu og lækkar til
norðurs. Heitir þar Langholt og er lægð bak við það byggð
vestan ár, er um hana fellur frá Stóra-Vatnsskarði. Austast a
hjalla þessum við veginn er hóll einn lítill, allgóð smalaþúfa
til að skyggnast af eftir skepnum, og mun óvíða njóta sín bet-
ur útsýni um norðanverðan fjörðinn. Stendur þar nú minnis-
varði Stephans G., en enn er óreist minnismerki Kolbeins
Tumasonar, sem bjó þar skammt undan, á Víðimýri, fyrit
neðan brekkuna, og einnig var stórskáld og þeim mun lær-
dómsríkari fyrir aurasnapandi yrkingamenn nútímans, að hann
gat þetta, þótt hann væri ríkur og héraðshöfðingi, og á þvl
betur við en Stephan sem átrúnaðargoð þeirra skálda, er sænri-
leg hafa ritlaun eða eitthvað láta til sín taka. En kannski eru
torfveggirnir á Víðimýrarkirkju, lítilli og lágreistri þar sunn-
an bæjar á höfuðbóli trúarskáldsins Tumasonar, maklegast
andsvar nútímamanna við ljóðmælinu er byrjar svona: Heyr
himna smiðr . . . Austan Langholtsins og miklu lengra inn
er eggslétt flatlendi: Vallhólmurinn, og er hann framburðm
Héraðsvatna fyrst og fremst. Eitt sinn hefur óbrotinn sjór geng'
ið allt suður með Vindheimabrekkum, langt suður fyrir núver-
andi þjóðveg, en vatnsföll síðan fyllt upp hafsbotn þann, svo
nú eru þar bújarðir, sem áður voru fiskaslóðir. Fleygðist ég
þvers yfir það allt saman og hafði mig að Víðivöllum í Blöndu-